Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Krummi blandar sér í byggingaframkvæmdir við Landspítalann – Laupur í byggingakrana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Eins og ég vissi var ég ekki velkomin“ sagði Guðbrandur Torfason, hjá GR verk, þegar hann heimsótti Krumma sem hafði gert sér laup í einum byggingakrananum við byggingasvæðið á nýja Landspítalanum. Guðbrandur gerði sér lítið fyrir og fór upp og myndaði hreiðrið sem í voru sex egg.

Flestir hrafnar kjósa að gera sér hreiður, laupa, í skóglendi, fjöllum eða við strendur. En þó eru undantekningar á því. Það urðu smiðirnar hjá GR verk sannarlega varir við þegar þeir tóku eftir því að hrafnapar hafði gert sér laup í einum byggingakrananum.

Mynd Guðbrandur Torfason

Hrafninn er staðfugl á Íslandi og jafnframt stærstur allra spörfugla.

Margar frásagnir eru til af hröfnum og fjöldi af vísum.  Það er sagt að hrafnar haldi hrafnaþing tvisvar á ári, vor og haust, og að þeir semji sín á milli á vorþingum hvort þeir skuli vera óþekkir eða þægir.

Krummi er sagður bæði stríðinn og hrekkjóttur og talið er að flug hrafna boðið annað hvort feigð eða fararheill, eftir því í hvaða átt þeir fljúga.

 

- Auglýsing -

 

 

 

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -