Föstudagur 25. október, 2024
5.2 C
Reykjavik

Læknar vara foreldra við neyslu á vinsælum orkudrykk: „Enn eitt skólabarnið þurfti læknisaðstoð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Læknar vara við orkudrykknum Prime vegna mikils koffíninnihalds. Drykkurinn er framleiddur af YouTube stjörnunum Logan Paul og KSI en hann hefur notið gríðarlegra vinsælda hjá börnum um allan heim, þar á meðal hér á landi.

Fyrsta tegund drykkjarins, Prime Hydration seldist upp um allt land þegar hann kom fyrst í verslanir undir lok síðasta árs. Í Bretlandi var sömu sögu að segja en þar myndaðist gríðalegur fjöldi fólks í öllum verslunum sem seldu drykkinn.

Nýlega hófst framleiðsla á öðrum drykk, Prime Energy en í honum er mikið magn koffíns. Um 140 milligrömm af koffíni eru í 330 millilítra dós af Prime en til samanburðar eru 80 milligrömm í 250 millilítra dós af orkudrykknum Red Bull. Hefðbundinn kaffibolli inniheldur um 95 milligrömm af koffíni. Margir vöruðu við neyslu Prime Hydration en hann inniheldur A vítamín sem getur valdið eitrun.

Umbúðir drykkjanna tveggja eru keimlíkar og eru því ekki allir foreldrar meðvitaðir um hvort börn þeirra séu að neyta íþróttadrykks sem inniheldur ekkert koffín eða nýja orkudrykkjarins. Nokkuð mörg tilfelli eru um ofneyslu orkudrykkja en á dögunum þurfti að tæma maga ungs drengs í Bretlandi eftir neyslu hans á Prime orkudrykkmnum en hann sýndi merki um hjartaáfalll.

„Enn eitt skólabarnið þurfti læknisaðstoð eftir neyslu orkudrykkja. Þetta er stórt áhyggjuefni. Orkudrykkir eru hættulegir börnum. Þeir valda höfuðverkjum, svima, kvíða og svefnleysi. Þetta ættu allir foreldrar að vera meðvitaðir um,“ sagði læknirinn Dr. Deborah Lee.

Hvorki Prime Hydration né Prime Energy eru við hæfi barna undir 16 ára aldri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -