Laugardagur 15. júní, 2024
13.8 C
Reykjavik

Lilja hvetur fólk til að finna leiðir til að styrkja listamenn: „Gerum það sem þarf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að mörgu að huga núna vegna útbreiðslu COVID-19. Hún segir m.a. þurfa að huga að heilsuvernd til viðbótar við efnahagsleg og félagsleg viðbrögð En ekki má gleyma menningunni að sögn Lilju.

„Íslenskt menningarlíf hefur lengið staðið í blóma og mun áfram blómstra þótt tímabundinn skuggi hafi fallið á samfélagið,“ skrifar Lilja í pistil sem birtist í Fréttablaðinu. Hún tekur dæmi og segir útilistaverk færa fólki gleði og myndlist bæta lit í „gráan hversdagsleikann“.

„Íslenskir listamenn, menningarstofnanir og sjálfstæðir listhópar hafa einnig fundið leiðir til að færa okkur menninguna heim. Streymi, beinar útsendingar og upptökur frá tónleikum, upplestri og leiksýningum eru hafnar og bækur bíða lestrar á náttborðum um allt land,“ skrifar Lilja.

Hún skrifar um samráðshóp sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur stofnað með þann tilgang að halda uppi starfsemi listastofnana í því ástandi sem hefur skapast. Lilja segir fundi hópsins, sem er m.a. skipaður forstöðumönnum listastofnana og safna og fulltrúum Bandalagi íslenskra listamanna, fara vel af stað.

Lilja hvetur fólk til að finna leiðir til að styðja listamenn. „Í mörgum tilvikum eru þetta listamenn sem eru fyrstir til að gefa vinnu sína fyrir góðan málstað, og nú er það okkar hinna að finna leiðir til að styðja þá. Gerum það sem þarf!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -