Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Lindaskóli vann Skólahreysti 2020

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lindaskóli í Kópavogi vann Skólahreysti í ár með 43 stig, og vann keppnina þar með annað árið í röð. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll í gær og var æsispennandi.

Heiðarskóli í Reykjanesbæ var í öðru sæti í ár með 37 stig og Árbæjarskóli í þriðja sæti með 33 stig. Íslandsmet Hjálmars Óla Jóhannessonar úr Egilsstaðaskóla frá 2016, 61 upphífing, var slegið af Ara Tómasi Hjálmarssyni sem gerði 67 upphífingar.

Sigurlið Lindaskóla skipa Lúkas Magni Magnason og Sara Bjarkadóttir (hraðaþraut),  Alexander Broddi Sigvaldason (upphífingar og dýfur) og Selma Bjarkadóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Í úrslitum í ár kepptu einnig Lundarskóli, Flóaskóli, Varmahlíðarskóli og grunnskólar Hellu og Húnaþings vestra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -