Fimmtudagur 11. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Margfaldur meistari með Arsenal látinn eftir stutt veikindi – Var liðsfélagi Sigga Jóns

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Kevin Campbell er látinn – aðeins 54 ára gamall.

Knattspyrnuáðdáendur margir muna vel eftir Kevin Campbell – en hann setti takkaskóna á hilluna árið 2007 eftir glæsilegan feril.

Kevin Campbell.

Kevin Campbell lék með hinu fornfræga og sigursæla liði Arsenal; á árunum 1988 til 1995 og vann fjölda titla með liðinu. Hann lék 163 leiki með Arsenal og skoraði í þeim 46 mörk. Var hann liðsfélagi Sigurðar Jónssonar um tíma hjá Arsenal.

Sigurður Jónsson lék um tíma með Arsenal.

Kevin Campbell lék einnig með Leicester, Nottingham Forest, WBA, Cardiff og Everton, á Englandi, og með tyrkneska liðinu Trabzonspor.

Leikmaðurinn var – eins og áður sagði – 54 ára gamall er hann lést; Campbell var óvænt fluttur á sjúkrahús fyrir tveimur vikum síðan, en allt kom fyrir ekki.

Tyrese Campbell .

Þess má geta að sonur Campbell – Tyrese Campbell – spilar með Stoke City í næst efstu deildinni á Englandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -