Fyrrum knattspyrnumaðurinn Kevin Campbell er látinn – aðeins 54 ára gamall.
Knattspyrnuáðdáendur margir muna vel eftir Kevin Campbell – en hann setti takkaskóna á hilluna árið 2007 eftir glæsilegan feril.

Kevin Campbell lék með hinu fornfræga og sigursæla liði Arsenal; á árunum 1988 til 1995 og vann fjölda titla með liðinu. Hann lék 163 leiki með Arsenal og skoraði í þeim 46 mörk. Var hann liðsfélagi Sigurðar Jónssonar um tíma hjá Arsenal.

Kevin Campbell lék einnig með Leicester, Nottingham Forest, WBA, Cardiff og Everton, á Englandi, og með tyrkneska liðinu Trabzonspor.
Leikmaðurinn var – eins og áður sagði – 54 ára gamall er hann lést; Campbell var óvænt fluttur á sjúkrahús fyrir tveimur vikum síðan, en allt kom fyrir ekki.

Þess má geta að sonur Campbell – Tyrese Campbell – spilar með Stoke City í næst efstu deildinni á Englandi.