Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

Metfjöldi með Covid en veikindin vægari: Dæmi um að helmingur íbúa í sveitarfélagi hafi veikst

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarlegur fjöldi manns glímir við Covid þessa dagana. Um og yfir 400 manns hafa greinst undanfarið á dag. Í síðustu viku greindust 373 til 473 daglega, sam­kvæmt töl­um á covid.is. Það er metfjöldi síðan í mars íðastliðnum.  Þetta er þó aðeins hluti af smitum því fjölmargir veikjast án þess að það sé skráð opinberlega. Það afbrigði sem nú geysar leggst vægar á þá sem hafa fengið bólusetningu.

Í gær voru 47 á sjúkrahúsi og þar af einn á gjörgæslu. Dæmi eru um það í fámennum sveitarfélögum að allt að helmingur íbúa hafi veikst en flestir hafa fengið væg einkenni og náð sér að fullu á nokkrum dögum.

Land­spít­al­inn er á óvissu­stigi síðan 19. júní 2022 og heim­sókn­ir tak­markaðar. Grímu­skylda starfs­manna, sjúk­linga og gesta hefur verið síðan 16. júní.

Ekki er reiknað með að til opinberra aðgerða eða takmarkana á frelsi fólks verði gripið vegna hinnar nýju bylgju.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -