Föstudagur 19. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

„Mig lang­ar að taka það skýrt fram að ég er ekki stúlk­an sem teng­ist máli Gylfa Sig­urðsson­ar”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mál Gylfa Sigurðssonar hefur, eins og flestir vita, vakið gríðarlega athygli hér á Ísland og úti í hinum stóra heimi.

Einn af mörgum leiðinlegum og mannskemmandi kvillum sem hafa komið upp í kringum meint afbrot Gylfa er afar óvægin og ljót umræða í netheimum, en Gylfi hefur ekki verið sakfelldur um eitt né neitt; hann liggur undir grun og lengra nær það ekki.

Í gær og í dag hefur ung stúlka að nafni Chelsea Pardoe verið áreitt af ótalmörgum á samfélagsmiðlum vegna mynda af henni sem hafa gengið manna á milli þar sem hún er sögð vera stúlka sem Gylfi hafi annaðhvort átt í ástarsambandi við þegar hún var ólögráða eða verið áreitt af Gylfa á kynferðislegan hátt.

Þetta er ekki rétt.

Nú hefur áðurnefnd Chelsea sett inn til­kynn­ingu á reikning sinn á Instagram þar sem hún hreinlega biður um grið:

„Ég verð að leiðrétta þetta; taka það skýrt fram að ég er ekki sú stúlka sem teng­ist máli knatt­spyrnu­manns­ins Gylfa Sig­urðsson­ar, og bara alls ekk­ert til í sögu­sögn­um þess efnis, og ég veit ekki einu sinni hver hann er, hef aldrei hitt hann eða talað við hann,“ segir Chelsea og bætir við:

- Auglýsing -

„Ég bið fólk að hætta að áreita mig vegna þessa; hvet fólk til að taka sér tíma í að lesa um málið, til þess að koma í veg fyr­ir þetta hryllilega áreiti sem ég hef orðið fyrir og það er enn verið að angra mig út af einhverri ógeðslegri lyga­sögu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -