Fimmtudagur 7. desember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Nær þrefaldur verðmunur á Toppi – Munar 263 prósentum á N1 og Bónus

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarlegur verðmunur er á vatni samkvæmt könnun sem Mannlíf gerði. Allt að þrefaldur verðmunur er á Toppi á milli verslanakeðja.

Á Íslandi höfum við víðast hvar gott aðgengi að drykkjarvatni beint úr krananum. Það er því skynsamlegt að spara bæði peninga og hitaeiningar með því að velja sem oftast vatn til drykkjar. En þrátt fyrir að við Íslendingar höfum gott aðgengi að ómenguðu drykkjarvatni þá kaupum við töluvert af því. Mannlíf fór á stúfana og kannaði verð á Toppi 0,5 ltr. Verðmunur var sláandi en flaskan var langdýrust á N1 en ódýrust í Bónus. Í Bónus kostar Toppur án bragðefna 95 krónur en hjá N1 345 krónur eða 263 prósent dýrari. Toppur með eplabragði kostar 129 krónur í Bónus en 345 krónur hjá N1 en þar er N1 165 prósent dýrari. N1, Orkan og Olís velja að hafa sama verð á öllum tegundum á meðan aðrar verslanir eru með Topp með sítrónubragði og Topp án bragðefna ódýrari. Mannlíf óskaði eftir viðbrögðum hjá þessum aðilum vegna verðmunar.

Samkvæmt upplýsingum frá Brynju Guðjónsdóttur, markaðstjóra hjá Orkunni þá gera þau sitt besta að semja við birgja um bestu mögulega verðin en vegna stærðar og veltuhraða birgða  þá ná þau ekki að semja um jafn góð verð hjá birgjum og til dæmis Krónan. Orkan tók ákvörðu að selja Topp á sama verði óháð bragðtegund til að einfalda viðskiptavinum lífið.

Samkvæmt upplýsingum frá Sigríði Guðmundsdóttur, forstöðumanni Innkaupa og vörustýringar hjá N1, þá keppa þeir á mjög ólíkum markaði en lágvöruverslanir. N1 starfar á svokölluðum þægindamarkaði og eru með langan afgreiðslutíma um land allt og sinna einnig annars konar þjónustu en lágvöruverslanir og eru auk þess með alla síni drykki kælda og tilbúna til neyslu. Ekki fengust svör við hvers vegna N1 er með sama verð á öllum tegundum Topps.

Toppur

Ekki fengust svör frá Olís við fyrirspurn Mannlífs.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -