Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Óhefðbundin VERÐKÖNNUN – Borgar sig varla fyrir litlar fjölskyldur að versla í Costco

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í verðkönnun vikunnar var aðeins brugðið út af vananum og gerður verðsamanburður hjá Costco og Krónunni. Ekki er um hefðbundinn samanburð að ræða þar sem yfirleitt er um stærri og eða fleiri einingar að ræða sem fást hjá Costco, enda er það heildsala. Það er þó spennandi að sjá hvort það munar í raun svo miklu þegar upp er staðið í samanburði við hefðbundna lágvöruverðsverslun.

Mannlífi lék forvitni á að vita hvort hægt sé að spara umtalsverðar fjárhæðir með því að versla í Costco.Skoðaðar voru 56 vörutegundir og verð fengin í Costco og Krónunni í Mosfellsbæ. Hafa ber í huga að samanburðurinn er óhefðbundinn en er gerður til þess að sjá hvort það er í raun mikið ódýrara að versla í Costco en í lágvöruverðsverslun. Málefnið hefur mikið verið í umræðu og fólk virðist skiptast í tvo hópa hvað þetta varðar. Einn hópurinn segir að það sé hægt að spara töluvert með því að versla matvöru í Costco en hinn segir það alls ekki vera svo. Vert að minnast á að það borgar sig yfirleitt ekki að versla í Costco, ef fáir eru í heimili því flestar pakkningar eru mjög stórar, enda viðmiðið að fyrirtæki séu að kaupa inn, til dæmis fyrir veitingarekstur, en auðvitað verslar almenningur þar einnig. Það ber líka að hafa í huga að kaupa þarf  aðildarkort til þess að get verslað hjá Costco.

 

Niðurstöður

Krónan var með lægra verð í 8 af 56 tilfellum og Costco með lægra verð í 47 af 56 tilfellum. Sama verð var í einu tilfelli. Eins og sjá má í töflunni hér að neðan eru lang flestar vörutegundinar einungis 0 til 10 prósent ódýrari hjá Costco en hjá Krónunni, 24 vörutegundir. Mestu munaði á súrsætri sósu frá Blue dragon eða 388 prósent.

 

- Auglýsing -
0 – 1024
10 – 20%4
20 – 30%5
30- 40 %2
40-50 %3
50 – 60%3
60 – 70%2
70 – 80 %0
80 -90 %1
90 – 100 0
100 og yfir 3

 

Það mætti deila um það hvort það borgi sig fyrir fjölskyldur nema þær séu þeim mun stærri að versla í Costco á heildina litið. Fólk þarf einnig að búa yfir miklu geymsluplássi heima fyrir til þess að koma magninnkaupum sínum fyrir. Hins vegar getur þetta verið töluverð búbót fyrir rekstur stórra heimila sem og á ákveðnum vörutegundum sem koma ekki í stórum pakkningum eða í miklu magni. Það er hægt að spara í Costo en það þarf að beita útsjónarsemi svo eiginlegur sparnaður verði.

 

- Auglýsing -

Hér að neðan má sjá töflu með öllum upplýsingum.

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -