Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Oksana frá Úkraínu á Íslandi: „Á morgun vitum ekki hvað gæti gerst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stockfish Kvikmyndahátíðin fer nú fram í áttunda sinn dagana 24. mars -3. apríl í Bíó Paradís. Yfir tuttugu alþjóðlegar verðlauna kvikmyndir eru sýndar ásamt stuttmyndakeppninni Sprettfiskur. Mannlíf lét sig ekki vanta og fékk þann heiður að ræða við Oksana Cherkashyna frá Úkraínu sem er aðalleikkona kvikmyndarinnar Klondike.

Myndin var valin á Stockfish kvikmyndahátíðina áður en stríðið braust út vegna þess að hún var að fá mjög góða dóma og vinna til verðlauna. Í ljósi núverandi atburða var ákveðið að hún yrði opnunarmynd hátíðarinnar og að staðið yrði fyrir söfnun fyrir úkraínskt flóttafólk hér á landi.

Borgin er staðsett við landmæri Rússlands, því miður

Oksana er upprunalega frá Kharkiv í Úkraínu. „Þar ólst ég upp og varð að þeirri manneskju sem ég er í dag. Kharkiv er ein af stærstu borgum austurhluta Úkraínu og er borgin staðsett við landamæri Rússlands, því miður. Og nú á meðan við erum að tala saman er rússneski herinn að skjóta borgin niður með flugskeytum og sprengjum.“

Í apríl mun Oksana taka þátt í uppsetningu á nýrri sýningu í Powszechny leikhúsinu í Varsjá. „Þetta er gjörningur sem er byggður á skáldsögunni Orlando eftir rithöfundinn W. Woolf. En svo fer ég um leið og ég kem aftur heim í tökur á nýrri sjónvarpsseríu í Varsjá.

Eins og staðan er nú, er ég með aðsetur í Varsjá. Ég skammast mín fyrir að segja þetta, en ég var svo heppinn að ná að yfirgefa Úkraínu áður en innrásin hófst. Þann 14. febrúar vorum við á frumsýningu á kvikmyndinni Klondike á Berlinale kvikmyndahátíðinni og gistum þar alla hátíðina. Ég var með bókaðar sýningar í Varsjá þann 24. febrúar svo ég ákvað að fara beint frá Berlín til Varsjá.

- Auglýsing -

Þegar innrásin hófst, fann ég fyrir miklum innri sársauka. Sársaukin kom vegna þess að ég var svo langt frá ástvinum mínum, á meðan að þau voru að upplifa stöðugar sprengjuárásir. Það hefur verið mjög sárt að vera ekki hjá þeim í Kharkiv og í Kyiv.“

Oksana segir að í ljósi aðstæðna muni móðir hennar og systir örugglega flytja frá Kharkiv og sameinast henni í Varsjá. Faðir minn neitar hins vegar að fara frá Úkraínu. Hann vinnur hjá hitaveitunni í borginni og passar upp á að það sé hiti í húsunum, sem er að sjálfsögðu mjög mikilvægt. Hann sagði við mig að hann gæti ekki skilið eftir konur og börn án vatns og hita.

Pabbi minn er sönn hetja ásamt milljónum Úkraínumanna sem hafa ákveðið að dvelja á heimilum sínum og standa saman gegn rússnesku hryðjuverkaárásunum. Það hefur tekið mig nokkurn tíma að sætta mig við þessa ákvörðun föður míns og ég er enn að vinna í öllum þeim tilfinningum sem koma upp í þessum aðstæðu. En ég ætla ekki að missi vonina.“

- Auglýsing -

Þeir munu aldrei eyðileggja sjálfsmynd okkar 

Þetta er í fyrsta sinn sem Oksana heimsækir Íslandi, en hún segist hafa verið mjög spennt fyrir ferðinni. „Svo fallegt og einstakt land. Ég held að ákvörðun mín um að koma hingað hafi verið tvíþætt. Í fyrsta lagi þá hef ég fundið fyrir þeirri þörf að miðla því sem er að gerast í Úkraínu og hvað við höfum þurft að fara í gegnum með ástvinum, vinum og samstarfsmönnum.

Annars vegar, er það að fá að taka þátt i kvikmyndahátíð sem er alltaf svolítið frí og þeim fylgir svo mikil gleði. Ég fæ að kynnast nýju hæfileikaríku fólki og fylgja kvikmyndadraumnum mínum og markmiðum. Þetta er hluti af mínu lífi og sjálfsmynd minni. Rússneskir hermenn geta eyðilagt húsin okkar, en þeir munu aldrei eyðileggja sjálfsmynd okkar né taka frá okkur sjálfstæðið.“

Lífið fyrir stríð

Kvikmyndin fjallar um mótspyrnu einnar konu. „Ég hef alltaf velt því mikið fyrir mér hvernig við getum unnið upp á móti öllu þessu ofbeldi, sem við Úkraínumenn þurfum að lifa við.

Eftir að ég horfði á myndina og sá minn karakter úr fjarlægð sá ég að eiginleikar eins og; umönnun og blíða geta unnið gegn ofbeldi. Á sama tíma finnst mér það svo áhugavert að þessir eiginleikar séu oftast taldir kvenlegir og litið til kvenna sem búa yfir þessum eiginleikum sem kúgaðar. Í kvikmyndinni sjáum við greinilega hvernig varnarleysi söguhetjunnar, þráhyggjukennd tryggð hennar við heimilið, lífið fyrir stríðið og nýtt líf innra með henni verða hennar styrkur og hennar mótstaða gegn öllu ofbeldinu í stríðinu. Ég held að boðskapur Klondike sé að þessi heimur gæti verið betri ef við værum aðeins blíðari og trygg hvort við annað.

Á Stockfish hátíðinni fannst mér myndin virkilega ná til hjarta áhorfenda.

Ég mun aldrei missa vonina

 

Stríðið getur ekki stöðvast af sjálfu sér, það verður að stöðva það. Úkraínska þjóðin berst í örvæntingu fyrir framtíð sinni og ég held fyrir framtíð alls heimsins. Heimurinn getur ekki bara stigið til hliðar setið hjá. Okkur er sagt að ef NATO taki þátt í átökunum muni þriðja heimsstyrjöldin hefjast. En það sem er að gerast núna í Kharkiv, Mariupol, Kyiv er heimsstyrjöld. Í dag eru milljónir manna í lífshættu, ástvinir mínir og morgun vitum ekki hvað gæti gerst, kannski gæti það verið þú. Þannig að ef þjóðir heims finna ekki hugrakkið hjá sér til að standa með okkur, biðjum við um hjálp svo við getum varið okkur sjálf.

Ég hef engin sérstök plön fyrir framtíðina. Eftir 24. febrúar hefur tíminn flætt áfram eins og einn langur endalaus dagur, sem ég vona að endi með sigri úkraínska hersins og úkraínsku þjóðarinnar gegn harðstjórn Pútíns í Rússlandi. Ég mun aldrei missa vonina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -