Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Óskar rithöfundur og Agnes biskup deila hart: „Það er engin stofnun sem starfar svona“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mjög svo hart var tekist um húsnæðismál biskupsstofu á Kirkjuþingi, eins og RÚV greinir frá.

Rithöfundurinn og bóndinn Óskar Magnússon sagði Agnesi biskup hafa sagt nei þegar framkvæmdanefnd þjóðkirkjunnar taldi sig hafa fundið ákjósanlegt húsnæði í Borgartúni; biskup sagði það byggt á kjaftasögum:

„Það er ekki gott að byggja skoðanir á kjaftasögum, baktali og röngum upplýsingum.“

Þá kom fram að framkvæmdanefnd kirkjuþings kynnti sýna fyrstu skýrslu; nefndin tók formlega til starfa 1. janúar síðastliðinn; henni er ætlað að annast eftirlit með fjárhag og rekstri Þjóðkirkjunnar.

Nefndinni var líka falið að ráða framkvæmdastjóra rekstrarstofu. Eftir að hafa farið yfir umsóknir og viðtöl þá var það Birgir Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, sem var ráðinn.

Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að meðal annarra verkefna hafi verið að leita leiða til að lækka húsnæðiskostnað kirkjunnar, en Biskupsstofa flutti árið 2020 úr húsnæði sínu á Laugaveginum og yfir í Katrínartún.

- Auglýsing -

Það húsnæði var hins vegar talið of dýrt og of stórt fyrir starfsemina.

Fulltrúar Biskupsstofu vildu að starfsemin yrði flutt í safnaðarheimili Grensáskirkju; segir framkvæmdanefndin í skýrslunni að slíkt hafi ekki verið tímabært enda hefði þurft að ráðast í dýrar framkvæmdir sem og kaup á húsnæðinu.

Segir líka að á meðan leitað væri og mögulega náð að jafnvægi í rekstri kirkjunnar væri skynsamlegra að leigja skrifstofuhúsnæði; en til að koma til móts við óskir fulltrúa Biskupsstofu hafi framkvæmdanefndin ekki getað annað en að skipta rekstrinum tímabundið í tvennt: Rekstrarstofan yrði til húsa við Suðurlandsbraut; Biskupsstofa í safnaðarheimili Grensáskirkju.

- Auglýsing -

Rithöfundurinn og bóndinn Óskar Magnússon – einnig fyrrverandi margfaldur forstjóri ýmissa fyrirtækja – er fulltrúi Suðurprófastsdæmis á kirkjuþinginu; hann er maður með skoðanir og tók til máls áþinginu; taldi þess niðurstöðu vera til marks um „djúpstæðan klofning“ milli Biskupsstofu og rekstrarsviðs.

Óskar sagði að Birgir Gunnarsson væri hæfur maður sem hefði verið ráðinn til að leysa eitt stærsta vandamálið sem kirkjan væri að glíma við í dag; sagði hann hafa fundið hentugt húsnæði, en þá hefði biskup bara sagt nei.

„Það er engin stofnun sem starfar svona,“ sagði Óskar.

Agnes biskup svaraði Óskari; sagði það að kenna biskupi eingöngu um væri byggt á kjaftasögum; Agnesi hefði hins vegar ekki þótt það mikil kurteisi af framkvæmdanefndinni þegar hún boðaði hana á sinn fund og tilkynnti henni að biskupsstofa þyrfti að flytja:

„Allt starfsfólkið var tilbúið að leggja það á sig að vera í litlu húsnæði þar til framtíðarstaður yrði fundinn en það var ekki vilji fyrir því og þess vegna var farið á tvo staði út í bæ.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -