Fimmtudagur 18. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Pétur Markan segir ráðningarsamning biskups eðlilegan: „Agnes hefur fullt umboð sem biskup Íslands“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Agnes hefur fullt umboð sem biskup Íslands,“ segir Pétur Markan biskupsritari vegna frétta um að Agnes Sigurðardóttir biskup hefði látið framkvæmdastjóra Biskupsstofu gera við sig ráðningarsamning fram á haustið 2024. Þetta kom Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi forseta Kirkjuþings, á óvart.  „Við vor­um aldrei lát­in vita af þessu, hvorki for­sæt­is­nefnd kirkjuþings né kirkjuþingið sjálft. Þetta kom mér mjög á óvart og er mjög sér­stakt,“ seg­ir Drífa í Morgunblaðinu.

Þetta er eðlilegt verklag

Pétur segir ekkert óeðlilegt við þennan framgang ráðningarmála. Agnes sé réttkjörinn biskup af fólkinu í landinu. Hún er lýðkjörin og ekki ríkisstarfsmaður eins og forverar hennar.

„Þetta er eðlilegt verklag. Þarna er um að ræða almennan ráðningarsamning í þeim anda sem vinnulöggjöfin gerir ráð fyrir. Biskup hefur sagt að hún muni láta af embætti á næsta ári, þegar hún verður sjötug,“ segir Pétur.

Það vakti athygli að Agnes var ekki viðstödd hátíðarhöld vegna 60 ára afmælis Skálholtskirkju um liðna helgi. Þar voru mættir vígslubiskupar auk erlendra gesta. Einhverjir settu fjarveru hennar í samhengi við ágreininginn um ráðningarsamninginn. Biskupsritari segir að fjarvera hennar snúist alls ekki um það mál. Agnes sé einfaldlega í sumarfríi.

„Hún er í Mexikó í fríi þar sem dóttir hennar er að gifta sig. Gísli Gunnarsson vígslubiskup gegnir embætti biskups  á meðan og var mættur sem slíkur í Skálholt,“ segir Pétur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -