Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Play hækkar laun flugmanna eftir krísufund – Flugþjónar óánægðir með kjör sín

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forstjóri Play boðaði flugmenn fyrirtækisins á fund í gærkvöld með skömmum fyrirvara. Efni fundarins var að tilkynna um umtalsverða hækkun á launakjörum flugmanna fyrirtækisins eftir að fyrirsjáanlegt var að fjöldi þeirra hugðist þiggja starf hjá Icelandair í dag. Turisti.is greinir frá þessu og upplýsir að 18 flugmenn Play hafi fengið símtal í gær frá Icelandair með boð um starf. Birgi Jónssyni, forstjóra fyrirtækisins, virðist hafa þótt einsýnt að Play myndi missa enn fleiri flugmenn til samkeppnisaðila ef ekki yrði ráðist í umtalsverðar launahækkanir. Stjórnendur félagsins hafi því neyðst að boða til „krísufundar“ í höfuðstöðvum fyrirtækisins.

Á fundinum eru stjórnendur Play sagðir hafa boðað 53 prósent launahækkun flugmanna og 250 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum flugstjóra. Turisti.is upplýsir að laun flugmanna séu nú litlu lægri en þau sem bjóðast hjá Icelandair en ennþá muni talsverðu á launum flugstjóra.

Hvað með flugþjóna?

Mannlíf hefur heyrt af kurr meðal starfsfólks Play í morgunsárið vegna launahækkana. Flugþjónar eru meðal þeirra sem hafa einnig sótt um störf hjá Icelandair undanfarin misseri. Aðrir starfshópar fyrirtækisins eru jafnframt líklegir til að óska eftir sambærilegum kjarabótum. Um 120-140 flugmenn og flugstjórar eru sagðir starfa hjá Play um þessar mundir. Því er ljóst er að boðaðar launahækkanir geta haft umtalsverð áhrif á rekstrarkostnað fyrirtækisins. Stjórnendur Icelandair hafa státað sig af sterkri lausafjársstöðu fyrirtækisins sem er sögð vera 75-80 milljarðar króna. Fjárhagsstaða Play hefur hinsvegar valdið mörgum fjárfestum áhyggjum. Í ljósi fyrrnefndra kjarabóta er ekki ólíklegt að fyrirtækið þurfi að sækja sér aukið fjármagn fyrir veturinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -