Adam Schiff, einn af leiðtogum demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings segist algjörlega viss um að Kamala Harris varaforseti myndi bursta Donald Trump með ef Joe Biden myndi hætta við framboð sitt.
Adam Schiff mætti í umræðuþáttinn Meet the Press á sjónvarpsstöðinni NBC í dag – og vitanlega var farið yfir mál málanna í stjórnmálum vestanhafs, stöðu Joe Biden forseta sem frambjóðanda flokksins í forsetakosningunum í haust.
Hart hefur verið sótt að Biden síðan hann varð undir í kappræðum gegn Trump fyrir viku.
Schiff er líklegur til að tryggja sér sæti í öldungadeildinni í haust; hann gekk eigi svo langt að skora á forsetann að hætta við framboð sitt: Sagði í ljósi þess að hann væri í framboði gegn Trump – sem væri dæmdur glæpamaður sem væri einnig lygasjúkur – ætti Biden að vera með afar mikið forskot í könnunum.
Hann sagði að Kamala Harris gæti orðið góður forseti, var klár á því:
„Hún er með reynslu, dómgreind og leiðtogahæfileika til að verða einstaklega góður forseti. Hún mundi bursta Donald Trump, en áður en við förum að ræða um hver annar ætti að vera í framboði þarf forsetinn að ákveða hvort það verður hann.“
Schiff biðalaði til forsetans að skoða málið með hæfu fólki sem væri utan hans innsta hrings.