Föstudagur 12. júlí, 2024
11.1 C
Reykjavik

Segir ráðherra fara með rangt mál: „Los­un frá land­notk­un er af manna­völd­um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Finn­ur Ricart Andrason, formaður Ungra um­hverf­issinnadra­son, seg­ir Guðlaug Þór Þórðar­son, um­hverf­is-,orku- og lofts­lags­ráðherra, fara með rangt mál, þar sem fjór­ir ráðherr­ar kynntu upp­færða aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um, en þetta kom fram á mbl.is.

Finnur gagn­rýn­ir áætl­un­ina; seg­ir hana sýna fram á mikið metnaðarleysi íslenskra stjórn­valda í lofts­lags­mál­um.

Finnur Ricart Andrason..

Guðlaug­ur Þór sagði á blaðamanna­fund­in að los­un frá land­notk­un væri nátt­úru­leg los­un; væri því nokkuð frá­brugðin ann­arri los­un á Íslandi. Það segir Finn­ur ekki vera rétt:

„Los­un frá land­notk­un er ein­mitt af manna­völd­um,“ seg­ir Finn­ur. Hann bæt­ir við að los­un frá land­notk­un sé ­stærsti hluti af los­un Íslands; því sé það mjög al­var­legt að ráðherra mála­flokks­ins fari með rangt mál.

„Vissu­lega þurf­um við að losa okk­ur við jarðefna­eldsneyti, en það er bara ekki rétt að það sé stærsti hluti af þeim aðgerðum sem þarf að grípa til, semsagt að draga úr los­un,“ seg­ir Finn­ur.

Heldur áfram:

- Auglýsing -

„Heilt yfir myndi ég segja að við fögn­um því að það sé loks­ins búið að upp­færa þessa aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um. Það er löngu kom­inn tími á það. Það eru fjög­ur ár síðan síðast. Þannig að það er svona allra síðasti séns þannig að ráðuneytið myndi stand­ast lög. Að því sögðu þá er þetta langt frá því að vera nóg, nær ekki okk­ar alþjóðlegu skuld­bind­ing­um og ekki inn­lend­um mark­miðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þannig að þetta eru í raun mik­il von­brigði,“ seg­ir Finn­ur og bæt­ir því við að þau hjá Ung­um um­hverf­is­sinn­um hafi beðið eft­ir áætl­un­inni í marga mánuði; og að um helm­ing­ur aðgerðanna ófjár­magnaður:

„Í fjár­lög­um fyr­ir þetta ár og í fjár­mála­áætl­un sömu­leiðis er gert ráð fyr­ir sam­drætti í fjár­magni til lofts­lagsaðgerða,“ seg­ir Finn­ur og bæt­ir við að Ung­ir um­hverf­issinn­ar setji spurn­inga­merki við trú­verðug­leika aðgerðaáætl­un­ar­inn­ar.

- Auglýsing -

Finn­ur seg­ir einnig gott að haft hafi verið sam­ráð við at­vinnu­lífið; hann hefði þó viljað sjá betra sam­ráð við al­menn­ing sem og um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök:

„Okk­ur finnst þetta bara rosa al­var­legt. Ekki bara af því okk­ur finnst gott þegar er leitað til okk­ar held­ur af því að við búum yfir rosa mik­illi þekk­ingu, sér­fræðiþekk­ingu í þess­um mála­flokki.“

Finnur segir að lokum að „það er ekki endi­lega verið að upp­færa aðgerðaráætl­un á rétt­um for­send­um og það er ekki talað við réttu aðilana á leiðinni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -