Segir upp eftir 20 ár hjá SÁÁ

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, tilkynnti stjórn SÁÁ í tölvupósti í gær að hún ætli að láta af störfum. Morgunblaðið greinir frá þessu. Þar segir að ástæðan sé „djúpstæður ágreiningur” við Arnþór Jónsson, formann SÁÁ, sem hafi náð hámarki í gær.

Uppsögnin á sér langan aðdraganda er fram kemur í frétt Morgunblaðsins en það mun hafa soðið upp úr á milli Valgerðar og Arnþórs á fundi SÁÁ í gær þar sem breytingar á rekstri Vogs voru ræddar.

Valgerður hóf störf hjá SÁÁ sumarið 2000 þegar hún kom heim úr sérnámi í Bandaríkjunum, þá orðin sérfræðilæknir í lyflækningum og fíknlækningum. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ og forstjóra sjúkrahússins Vogs af Þórarni Tyrfingssyni í lok maí 2017.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Segir tíma átaka og ósættis innan SÁÁ vera liðinn

Ein­ar Her­manns­son, stjórn­ar­maður í SÁÁ, sækist eftir formennsku SÁÁ. Þór­ar­inn Tyrf­ings­son sækist einnig eftir sæti for­manns. Einar...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -