Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Segja afturför í réttindamálum hinsegin fólks og margra minnihlutahópa: „Þetta var sjokk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Okkur langaði að halda bókmenntahátíð sem myndi upphefja og setja í fókus hinsegin höfunda,“ segir Eva Rún Snorradóttir sem er önnur skipuleggjenda hinsegin bókmenntahátíðarinnar Queer Situations sem haldin verður í fyrsta skipti dagana 22. til 24. ágúst:

„Bæði höfunda sem eru hinsegin og eru að skrifa um hinsegin málefni en líka bækur sem eru út fyrir miðjuna í formi og hvernig þau nálgast hvar þau koma inn í bókmenntasenuna.“ Þær stöllur, Eva Rún og Halla Þórlaug Óskarsdóttir ræddu málið við Tengivagninn á Rás 1 um tilurð en ekki síst tilgang bókmenntahátíðarinnar Queer Situations og mæltu þær með athyglisverðum bókum eftir höfunda er verða gestir á hátíðinni.

„Við erum miklir aðdáendur bókmenntahátíða og Bókmenntahátíð í Reykjavík er algjör veisla,“

„Á bókmenntahátíð í Reykjavík er hinsegin bókmenntum þjappað saman og þær eru settar saman á pallborð undir hatt hinseginleikans og inn í þann sviga. Við erum að reyna að taka svigann í burtu og búa til „platform“ þar sem er enginn svigi. Við erum búnar að búa til jarðveginn fyrir umræðuna út frá þessum hinseginleika en hann er samt ósýnilegur að því leyti að hann er bara andrúmsloftið.“

„Með fullri virðingu fyrir annarri hinsegin dagskrá fannst okkur mikilvægt að búa til nýtt norm á hátíðinni þar sem hinseginleiki er normið,“ segir Halla Þórlaug og bætir við:

„Við fjöllum um bókmenntirnar á bókmenntalegan máta en ekki endilega um hinseginleikann í bókmenntunum. Hann er alltumlykjandi á hátíðinni sjálfri.“

- Auglýsing -

Hátíðin verður haldin í Salnum í Kópavogi 22. til 24. ágúst; von er á erlendum stórstjörnum úr heimi hinsegin bókmennta:

„Raunveruleiki hinsegin fólks er að mörg okkar lesa bara aldrei um sig. Ég man þegar ég var langt frá því að gangast við því, eða fatta, að ég væri lesbía var ég alltaf að lesa bækur sem voru þá að koma út eftir Vigdísi Grímsdóttur,“ segir Eva, og líka þetta:

„Það voru engar ástir kvenna í þessum bókum en ég fann að það var eitthvað duft í súrefninu, eins og brauðmolar á leiðinni.“

- Auglýsing -

„Á þessari hátíð erum við að setja mikinn fókus á að flytja inn erlendar raddir og fá smá súrefni inn í okkar senu,“ segir Halla Þórlaug.

Og dagskráin er glæsileg og þeim stöllum til mikils sóma; bandarísku höfundarnir Maggie Nelson og Harry Dodger eru áleiðinni til landsins sem og hin sænska Ia Genberg; einnig danski listamaðurinn Madame Nielsen:

„Við erum að springa úr monti,“ segir Halla um dagskrána.

Eva og Halla eru á fullu við að skipuleggja upplestur; fræðadagskrá; kvikmyndasýningar – barsvar: Leiklestur á leikritum sem og umræður og margt margt fleira. Þær hafa fengið stuðnings fagfólks hjá Samtökunum ’78:

„Þau hafa ótæmandi reynslu af viðburðastjórnun og stórum viðburðum og eru með alls konar tengingar. Þegar við hittum þau í vor og vorum að segja þeim frá dagskránni komu þau með einn lið sem við vorum ekki búnar að gera ráð fyrir og það var að við yrðum að vera með öryggisverði. Við lifum á tímum þar sem búið að vera ákveðið bakslag í gangi sem er mjög óhugnanlegt,“ segir Eva.

Samtökin færðu í tal að á opnun viðburði er væri auglýstur víða þyrfti hreinlega að ráða öryggisverði:

„Það er mikið hatur og það geta orðið ofbeldissenur. Þetta var smá sjokk. Við vorum meðvitaðar um að það er afturför í réttindamálum hinsegin fólks og margra minnihlutahópa en þetta var sjokk. Að heyra þetta frá fyrstu hendi að þetta sé svona stórt vandamál á Íslandi,“ segir hún.

„Ástæðan fyrir þessari afturför er að fólk er að fá rými og aukin réttindi og við erum að breyta tungumálinu okkar og allt þetta,“ segir Eva og bætir við:

„Fólk fer í baklás, mörg sem tilheyra ekki hinsegin veröldinni.“

Eva hvetur áhugasama til að sækja hátíðina heim og styðja við hinsegin bókmenntasenuna:

„Mætið og takið inn, jafnvel þó þið náið ekki að lesa neinar bækur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -