2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Siðareglur – Dragbítur eða bót í máli?

Ákveðnar reglur gilda í samfélaginu sem almennt er farið eftir og eru þær nokkurs konar sáttmáli sem fólk tekur mið af í hegðun sinni og gjörðum. Í ætt við þennan sáttmála eru siðareglur sem fólk fer allajafna eftir í hinu daglega lífi. Þegar þessi samfélagssáttmáli er síðan rofinn geta ýmsar afleiðingar hlotist af en misjafnar skoðanir eru á því hverjar þær ættu að vera.

 

Siðareglur starfsstétta eru 20. alda fyrirbæri sem ruddi sér til rúms þegar samræma þurfti það hyggjuvit og skynsemi sem fólk allajafna ber. Fjölmargar starfsstéttir hafa komið sér upp siðareglum til að skýra hlutverk þeirra og setja almennar reglur sem fólk getur litið til ef vafi leikur á hvað rétt og rangt sé að gera.

Margir hafa þó efast um gildi siðareglna – sérstaklega í ljósi þess að erfitt hefur reynst að fá sátt um siðareglur og þá sérstaklega siðanefndir. Gríðarlega mikil umræða hefur sprottið upp í kjölfar nýlegra niðurstaðna forsætisnefndar þar sem hún féllst á álit siðanefndar í nokkrum umdeildum málum.

Þar sem siðareglur alþingismanna voru sérstaklega settar á laggirnar til að byggja upp traust alþingismanna er vert að kanna hver tilgangur þeirra sé – hvort raunhæft þyki að setja slíkar reglur ef almenningur og þingmennirnir sjálfir taka ekki mark á niðurstöðum nefnda sem telja að brot hafi átt sér stað. Og það sem meira er – hvernig verður hægt að taka mark á niðurstöðum siðanefndar og forsætisnefndar í framtíðinni?

AUGLÝSING


Siðareglur eiga að bæta menningu innan hóps

Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, hefur skrifað bók og greinar um siðareglur til fjölda ára. Hann segir í samtali við Kjarnann að tilgangurinn með siðareglum sé margvíslegur. Að hans mati er þó mikilvægasti tilgangur skráðra siðareglna sá að bæta menningu innan hópsins sem setur sér reglunar. Það þýði að þessi hópur hagi samskiptum sínum og vinnubrögðum á betri hátt með tilliti til tilgangs hópsins.

Þá sé hægt að spyrja sig hvort „dýnamíkin“ innan hóps hjálpi honum að sinna hlutverki sínu vel og ef svo er ekki þá þurfi að bæta menninguna innan hans. Að setja siðareglur væri þá að aðferð til að gera hann betur færan til að sinna sínu hlutverki og gætu þær jafnframt miðlað uppsafnaðri þekkingu. Þá sé hægt að læra af mistökum, til að mynda er varða samskipti og freistnivanda.

Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is