Mánudagur 15. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Sjá fyrir sér að spila fram í rauðan dauðann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðastliðinn föstudag hófst miðasala á tónleika með hljómsveitinni Ensími í tilefni þess að 20 ár eru liðin síðan fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Kafbátamúsík, kom út. Það seldist upp á þá tónleika á mettíma og því var ákveðið að bjóða upp á aukatónleika. Það er ljóst að Ensími á dyggan aðdáendahóp.

Franz Gunnarsson, gítarleikari og söngvari Ensími, viðurkennir að þessi góðu viðbrögð við tónleikunum hafi komið meðlimum Ensími svolítið á óvart. „Viðbrögðin komu nokkuð á óvart þar sem við gerðum ekkert til að kynna miðasöluna. Við settum hana bara í gang og hún rauk af stað,“ segir Franz.

Merkilegra er þó að hljómsveitin sé enn þá í fullu fjör.

Hljómsveitin Ensími var stofnuð árið 1996 og nú eru liðin 20 ár frá því að fyrsta breiðskífa bandsins kom út.

„Það er óneitanlega smá skrýtið hversu langt er um liðið en merkilegra er þó að hljómsveitin sé enn þá í fullu fjöri og er til að mynda að vinna í nýrri plötu um þessar mundir. Ég sé alveg fyrir mér að þessi hljómsveit muni halda áfram að gefa út efni samhliða því að spila lög af Kafbátamúsík fram í rauðan dauðann,“ útskýrir Franz.

Platan Kafbátamúsík var valin ein af 100 bestu plötum Íslandssögunnar í samnefndri bók sem kom út árið 2009. Ensími mun spila þá plötu í heild sinni á tónleikum í mars.

Alltaf sérstök stund þegar Ensími kemur saman

Fljótlega eftir að Ensími kom fram á sjónarsviðið náði hún miklum vinsældum og í dag á hljómsveitin dyggan aðdáendahóp sem fer ört stækkandi.

„Við eigum okkar kjarnahóp en við höfum verið svo heppnir að músíkin okkar hefur líka náð vinsældum hjá yngri kynslóðum. Við þökkum t.d. útvarpsstöðinni X-977  fyrir það, þar er Ensími kynnt fyrir nýjum kynslóðum. Netið gerir það líka að verkum að hljómsveitin er aðgengileg. Þannig að aðdáendahópurinn er að yngjast sem er algjörlega magnað.“

Aðdáendahópurinn er að yngjast sem er algjörlega magnað.

- Auglýsing -

Franz er spenntur að stíga á svið með Ensími í mars og spila Kafbátamúsík fyrir dygga aðdáendur.

„Við höfum ekki verið nógu duglegir að spila saman í gegnum tíðina enda erum við allir mjög aktífir í öðrum tónlistarverkefnum. En þegar Ensími spilar þá er það alltaf mjög sérstök stund. Meðlimir spila samt mikið saman á öðrum vettvangi eins og t.d. með hljómsveitunum Dr. Spock og Warmland. Kjarninn er sem sagt alltaf að spila saman og heldur sér þannig í spilaformi.“

Myndir / Ensími

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -