Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Öskubuskuævintýri Haraldar: Kemur með milljarðana til Íslands – Vill styðja þá sem hjálpuðu honum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Haraldur Þorleifsson stofnaði tækni- og vef­hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Ueno á heimili sínu 2014. Hann var eini starfsmaðurinn, í einu skrifstofunni, í eina húsnæði þess, sem var jú eina eign Haraldar, íbúðin hans. Eina verkefni fyrirtækisins var síðan að halda utanum hönnunarvinnu Haraldar. Ueno hefur sérhæft sig í að skapa vörumerki, vör­ur og markaðsher­ferðir fyr­ir fyr­ir­tæki.

Ferðalag Ueno var hafið. Í brúnni stóð eini starfsmaður þess og rýndi út í óvissuna, hlekkjaður við ýmsa drauga úr fortíðinni sem höfðu fram að þessu byrgt honum sýn. Enn var nokkuð langt í land að Haraldi tækist að brjótast úr þeim þungu viðjum.

Það má vera að þegar Haraldur ýtti úr vör, hafi hann átt sér draum. Jafnvel einn eða tvo í villtara lagi sem urðu til í bjartsýniskasti, ef til vill á fallegum og sólríkum degi rétt á meðan hann gæddi sér á hádegisverð í einhverjum almenningsgarði í Bandaríkjunum. En þeir draumar eru án efa hjóm eitt, ef þeir voru þá til í upphafi, nú þegar Haraldur hefur stigið frá borði og selt.

|||||||||
|||||||||

Kaupandinn er Twitter, hvorki meira né minna. Verðið hleypur á milljörðum. Sjö ára ferðalag var ótrúlegt ævintýri. Árangurinn undraverður. Og ævisagan, hún er nú efniviður í Óskarsverðlaunamynd.

Á ferðalagi Ueno bættust tugir starfsmanna við. Árið 2019 voru þeir sextíu talsins og þjónuðu m.a. Google, Redbull, Samsung, Uber og Facebook. Tekjur Ueno árið 2018 námu tæpum tveimur milljörðum og vextinum hvergi nærri lokið þá.

Á endanum kom tilboð sem Haraldur gat ekki hafnað og gengur kafteininn jafnframt til liðs við kaupandann, Twitter.

- Auglýsing -
Haraldur með starfsfólki

Ferðalagi hófst í lítilli íbúð og lauk sjö árum síðar og þá voru starfsstöðvar í New York, Los Angeles, San Francisco og í Reykjavík. Nú tekur nýtt ferðalag við.

Það er ráðgert að um millj­arða króna sölu sé að ræða. Stjarnfræðilegar upphæðir. Í tengslum við það, hvernig gera á upp söluna, þá hefur Haraldur hlotið mikið lof á samfélagsmiðlum. Það þarf nefnilega að borga skatta í tengslum við þetta allt saman.

Haraldur hefur gefið út yfirlýsingu um að allir skattar tengdir sölu Ueno verði greiddir á Íslandi. Hver einasta króna. Í yfirlýsingu sinni segir Haraldur:

- Auglýsing -

„Ég fæddist á Íslandi og foreldrar mínir höfðu ekki mikið á milli handanna. Ég hef glímt við alvarlega fötlun en vegna þess að ég bý í landi þar sem skólakerfið kostar ekkert og heilbrigðiskerfið er frítt, gat ég líka dafnað og fékk tækifæri til að láta mitt ljós skína.“

Haraldur segir æskuna hafa verið erfiða en með því að greiða skatta á Íslandi styður Haraldur kerfi sem studdi hann með skattpeningum eða eins og hann lýsir yfir sjálfur.

„Ég vil með þessu styðja við kerfið sem studdi við bakið á mér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -