Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

„Það verður að vera önnur flóttaleið út úr borginni en upp Ártúnsbrekku”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gos á Reykjanesskaga verða kannski ekki stór. Afleiðingarnar eru helst þær að vegir fara auðveldlega farið í sundur, línur slitna og truflanir líklegar á vatnsveitum . Óstöðugleikinn nú nær yfir stórt svæði eða um 20 kílómetra frá Sýlingarfelli að Kleifarvatni.

„Það er allt á iði úti á Reykjanesskaga eins og er,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Miklar umræður hafa átt sér stað um skjálftanna og möguleg eldgos nærri Reykjavík í kjölfarið. Ein slík umræða fer fram á Facebook-síðu Björn Inga Hrafnssonar, ritstjóra Viljans, þar sem borgarstjórinn í Reykjavík stingur einnig niður penna.

„Eftir atburði dagsins, þar sem hættustigi almannavarna vegna jarðhræringa, hefur í fyrsta sinn verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu vona ég innilega að meirihlutinn í borginni hætti nú að leggja sífellt stein í götu þess að Sundabraut verði að veruleika,“ segir Björn Ingi og bætir við að verði að vera til fleiri flóttaleiðir út úr borginni en upp Ártúnsbrekku ef eitthvað gerist á Reykjanesinu.

Dagur svarar Birni og segist ekki kannast við neina „steina.“

„Fjöldarýming er mjög margslungið fyrirbæri og sagan geymir lærdómsrík dæmi um það að slíkar rýmingar hafi orðið fleirum að aldurtila en hin raunverulega ógn – og voru þó allir að gera sitt besta,“ segir Dagur og heldur áfram:

„Kristnihátíðin árið 2000 er eina raunverulega æfingin sem við höfum prófað í þessu, (reynt að skipuleggja massaflutninga með einkabílum á þjóðvegum) og það var eins gott að þjóðin þurfti ekki að halda til í marga sólarhringa á Þingvöllum. Að sleppri kaldhæðni þá hefur verið lagst yfir þetta undanfarin ár hjá almannavörnum.“

- Auglýsing -

Björn Ingi segir að bregðast verði við áður en það er of seint. Eldgos geti orðið á ýmsum svæðum í nágrenni höfuðborgarinnar.

„Tala nú ekki um ef eitthvað gerist í Bláfjöllum eða á Hengilsvæðinu. Það verður að tryggja beina leið út á Sundin og yfir Flóann áður en það verður of seint,“ segir Björn Ingi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -