Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Þjóðþekktir spyrja á Facebook hvort drepa eigi Auð: „Svo gjörsamlega galið að mig skortir orð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjóðþekktum þykir þungt vegið að tónlistarmanninum Auði sem hefur legið undir alvarlegum ásökunum um kynferðisbrot gegn ungum stúlkum og láta skýrt að sér kveða á umræðuþræði myndlistarmannsins Jóns Óskars á Facebook.

„Ég ætlaði ekki að blanda mér í þessa umræðu en mér er hætt að standa á sama; Auður fær ekki að spila með Bubba, rekinn frá Þjóðleikhúsinu og ekki spilaður lengur á útvarpsstöðvum. Hvað næst? Ætla Bónus og Dominos að loka á hann líka … eruð þið að reyna að drepa manninn?“ spyr myndlistarmaðurinn á samskiptamiðlinum.

„Eruð þið að reyna að drepa manninn?“

Twitter hefur logað undanfarnar vikur í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Auðuns gegn ungum stúlkum en engin kæra hefur þó verið lögð fram. Auðunn var sagt upp störfum sem verktaki hjá Þjóðleikhúsinu í kjölfar þeirrar umræðu og var tónlist hans í framhaldi tekin úr spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins. Þá var þáttaka tónlistarmannsins á tónleikum Bubba Morthens nú í sumar felld niður og skoðanakönnun hrundið af stokkunum þar sem kallað var eftir mati almennings á réttmæti opinberrar spilunar tónverka Auðuns í ljósi atvika.

Auður sakaður um siðleysi og tvískinnung: Meint ofbeldi hans til skoðunar hjá Þjóðleikhúsinu

Einn þeirra sem segir nóg komið er lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson sem segir dómstöl götunnar hafa tekið völdin. “Óttinn við hávaða hinna fáu sem telja sig útvalda og boðbera hins eina sannleika verður skynseminni yfirsterkari,” og segir umræðuna afvegaleidda.

Fjölmiðlakonan Sirrý Arnardóttir samsinnir orðum Sigurðar og svarar: “Hættuleg svona dómharka og refsigleði,” og þau orð tekur Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu undir: „Algjörlega sammála þér. Að taka tónlist hans úr spilun í þessu samhengi er bara galið að mínu mati – að maður tali nú ekki um hvers konar signal þetta er um það sem koma skal! Maður er eiginlega bara miður sín allan hringinn.“

„Maður er eiginlega bara miður sín allan hringinn“

Auður viðurkennir að hafa farið yfir mörk: „Blindur á hvernig ég var hluti af vandanum“

- Auglýsing -

Vikum saman hlóðst upp umræða á Twitter þar sem Auður, oft ekki undir nafni, var ásakaður um kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Engin kæra gegn honum hefur verið lögð fram, að því er best er vitað. Er Þjóðleikhúsið sagði listamanninum upp verkefni vegna þessarar umræðu færðist umfjöllunin yfir í fjölmiðla. Í kjölfarið var tónlist Auðs tekin úr spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins og þátttaka hans á tónleikum Bubba Morthens var felld niður.

Auður fær ekki að spila með Bubba í Hörpu

- Auglýsing -

Sjálfur bendir Bubbi á að Auður hafi tekið þá sjálfstæðu ákvörðun að taka hlé frá tónlistarflutningi og segir ákvörðun helstu útvarpsstöðva að taka tónlist Auðs úr spilun vera ranga: „Að útvarpsstöðvar taki hann úr spilun er svo gjörsamlega galið að mig skortir orð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -