Sunnudagur 19. maí, 2024
5.1 C
Reykjavik

Þorgerður um Ásmund: „Geri ráð fyrir því að hann átti sig ekki á hversu umfangsmikið verkefnið er“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara segir það hljóta að vera byrjendamistök að mennta- og barnamálaráðherra ætli ekki að fresta skólabyrjun eins og sóttvarnalæknir lagði til fyrir jól vegna Covid 19, og fjöldasmita í samfélaginu.

Þorgerður var gestur Morgunútvarpsins en í dag er starfsdagur í öllum leik- og grunnskólum sem og tónlistarskólum og frístundaheimilum á höfuðborgarsvæðinu öllu.

Þorgerður segir grunnskólakennara í erfiðri stöðu því alls óvíst sé hversu margir mæti til starfa í dag, og beiðni kennara fyrir lengri lokun í þágu sóttvarna eins og Þórólfur hefur mælt til um, sé til þess fallin að reyna allt til að halda skólum sem mest opnum:

„Þess vegna erum við bara í þeirri stöðu eins og allir aðrir að fara af stað vitandi ekki hversu margir mæta til starfa, hvorki börn né fullorðnir. Það þýðir að við erum með mikið erfiðara upphaf heldur en ef við hefðum haft tækifæri til að sjá hvort við næðum kúrfunni niður eins og hann lagði til.

Hann (Ásmundur Einar Daðason) er nýtekinn við og ég geri ráð fyrir því að hann átti sig ekki á hversu stórt og umfangsmikið verkefnið er sem við erum búin að vera í. Ég er ekki að segja að hann sé byrjandi, alls ekki en ég vona að hann átti sig á hann sig að við erum af heilum hug að reyna að koma að þeim sjónarmiðum sem skipta máli til þess að við erum öll saman í því að ná þeim árangri sem að er stefnt að halda skólum opnum,“ segir Þorgerður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -