Mánudagur 15. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Kjaftshögg fyrir skuldara: Þrettánda hækkunin í röð staðreynd

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stýrivextir vooru hækkaðir enn meira í morgun. Hækkunin er kjaftshögg fyrir þá sem skulda.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði stýrivexti í morgun um 1,25 prósentustig; því verða meginvextir bankans 8,75 prósent; Þessmá geta að þetta er í þrettánda sinn í röð sem Seðlabankinn hækkar stýrivexti.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands.

Síðasta hækkun stýrivaxta var í mars; þá var ákveðið var að hækka vexti um eitt prósent, því er um meiri hækkun að ræða í þetta sinn; einnig hefur nefndin ákveðið að hækka fasta bindiskyldu innlánsstofnana úr 1 prósent í 2 prósent.

Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að efnahagsumsvif hafi verið öflug það sem af er þessu ári og ný þjóhagsspá seðlabankans spáir 4,8% hagvexti á árinu í stað 2,6 prósentum í febrúar.

Einnig segir í yfirlýsingunni að meiri líkur en minni séu á að verðbólgan reynist þrálát; undirliggjandi verðbólga haldi líklega áfram að aukast; miklar verðhækkanir mælist í sífellt stærri hluta neyslukörfunnar.

- Auglýsing -

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur áður sagt vaxtahækkanirnar nauðsynlegar til að slá á verðbólgu; Þrátt fyrir síðustu tólf hækkanir hefur það ekki gengið vel að vinna bug á verðbólgunni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -