Fimmtudagur 18. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Tilfinningarnar báru Ingu ofurliði í ræðustól Alþingis: „Ég bara get ekki talað lengur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, grét þegar hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi.

Vísir greindi fyrst frá.

Inga talaði um þann tíma er hún var á þeim stað að geta ekki haldið jólin sjálf.

Á Alþingi var rædd eingreiðsla til öryrkja og fjöldi þingmanna steig í pontu; þar á meðal Inga, sem ræddi það þegar hún átti ekki efni á jólamat og sonur hennar þurfti að bjóða henni í jólamat:

„Það var í rauninni erfitt að þiggja það. Ég sagði honum að láta ekki svona en hann sagði „Ekki að ræða það. Ég á nóg af peningum og þið ekki. Ég vil fá að bjóða ykkur í mat um jólin. Þið hafið fætt mig og klætt fram að þessu og nú er komið að mér“,“ sagði Inga og svo báru tilfinningarnar hana ofurliði og hún brast í gŕát.

Inga segir að ömmur og afar sem eru fátæk biðji sjaldan um neitt; þori ekki einu sinni að leita til hjálparstofnana.

- Auglýsing -

Inga lagði fram breytingatillögu þess efnis að nýr liður bætist við almannatryggingalög; sá liður snýr að því að 6 þúsund ellilífeyrisþegar sem hafa lökustu kjörin fái eingreiðslu upp á rétt rúmar 60 þúsund krónur líkt og öryrkjar:

„Ég bara get ekki talað lengur. Ég er orðin svo sorgmædd yfir þessu öllu. Ég skil ekki af hverju við látum svona. Af hverju við erum ekki góð við þá sem eiga bágt og eru að biðja okkur um að hjálpa sér? Kusu okkur á þing til að hjálpa sér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -