2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Tveggja mánaða fangelsi fyrir kartöfluflögur

Írsk kona hefur verið dæmd í tveggja mánaða fangelsi fyrir „skemmdir“ á Pringles-umbúðum.

Írsk kona hefur verið dæmd í tveggja mánaða fangelsi fyrir að opna stauk af kartöfluflögum í Tesco-verslun áður en hún greiddi fyrir flögurnar.

Konan sem um ræðir heitir Kathleen McDonagh og er 25 ára gömul. Hún opnaði stauk af Pringles-flögum í Tesco-verslun í Cork í desember árið 2016.

Konan hafði áður verið bönnuð í þessari tilteknu verslun, ekki kemur fram af hverju. Hún sagði fyrir dómi að hún hefði brugðið á það ráð að fara inn í verslunina og opna umbúðirnar og þannig yrði hún neydd til að greiða fyrir flögurnar. Þannig ætlaði hún að halda áfram að versla í búðinni þrátt fyrir bannið. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.

Áætlun hennar misheppnaðist þó hrapallega því Tesco höfðaði mál gegn henni og hún var dæmd fyrir „skemmdir“. Þess má geta að flögurnar kostuðu upphæð sem nemur um 240 krónum.

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is