Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Tveir prestar höfða mál gegn Agnesi biskup

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Kristinn Jens Sigurþórsson og Séra Gunnar Sigurjónsson, eru nú að ganga frá málshöfðun gegn biskupi Íslands, Agnesi M Sigurðardóttur, í tveim ólíkum málum.

Eins og áður sagði eru málin ólík og tengjast ekki neitt, nema að þau eru bæði innan Þjóðkirkjunnar.

Mál séra Kristins snýr að niðurlagningu kirkjuþings á prestakalli hans, Saurbæjarprestakalli, en málið átti rætur í rakaskemmdum og myglu í prestsbústaðnum í Saurbæ.

Málshöfðun hans er einnig sögð snúa að biskupi Íslands, þ.e. hvernig embætti séra Kristins var lagt niður og hvernig staðið var að því að láta hann fá annað embætti.

Mál séra Gunnars Sigurjónssonar tengist ásökunum sex kvenna um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti.

Gunnar Björnsson er í ónáð biskups.

Mannlíf hefur undanfarin misseri reynt að fá svör frá Þjóðkirkjunni vegna máls séra Gunnars Björnssonar, sem var synjað um að jarðsyngja konu að beiðni fjölskyldu hennar. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir til Biskupsstofu hafa engins svör borist til Mannlífs, hverjar svo sem ástæðurnar eru fyrir því.

- Auglýsing -

Þjóðkirkjan virðist vera að reyna gamalkunnuga aðferð, sem mögulega hefur reynst henni vel hingað til; að hunsa einfaldlega þá sem spyrja erfiðra spurninga.

Ljóst er að Þjóðkirkjan er í mikilli kreppu – æ færri kjósa að vera innan raða hennar og stjórnarhættir þar virðast minna frekar lítið á kærleikann sem Kristur boðaði.

Segja má að hneykslismál hafi með reglulegu millibili komið upp hjá Þjóðkirkjunni og eðlilega ratað í fjölmiðla; stærsta dæmið er að sjálfsögðu tengt Ólafi heitnum Skúlasyni biskup, sem var sakaður um kynferðisbrot af ýmsum toga – margir þekkja þá sögu vel.

- Auglýsing -

Þá má nefna mál séra Skírnis Garðarssonar, sem fór í hart við biskup á sínum tíma og lesa má um hér og hér.

Fjölmörg önnur mál hafa komið upp sem hafa ekki bætt ímynd stofnunarinnar – of langt mál væri að telja þau öll upp; en Þjóðkirkjan hefur vissulega ekki borið þess bætur. Stöðug fækkun er staðreynd og ekkert sem bendir til þess að þeirri þróun verði snúið við á næstunni.

Í stað þess að takast á við þau hneykslismál sem komið hafa upp innan Þjóðkirkjunnar hefur Agnes M. Sigurðardóttir biskup frekar kosið að reyna allt hvað hún getur til að þagga niður öll erfið mál er tengjast stofnuninni; sópa þeim undir teppið.

Ljóst er að málshöfðun séra Gunnars og séra Kristins eykur þrýsting á Þjóðkirkjuna.

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -