Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Ungur faðir er látinn fyrir aldur fram – Hlynur skilur eftir sig þrjár dætur á barnsaldri

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hlynur Hrafn Þorkelsson er látinn einungis 40 ára að aldri. Hann lést á Rigshospitalen í Kaupmannahöfn 10. janúar síðastliðinn, en þar hafði hann búið um nokkurt skeið. Þangað flutti hann fyrst til vegna náms en árið 2006 útskrifaðist hann sem vélaverkfræðingur frá Ålborg university. Eftir það fluttist hann til Kaupmannahafnar og hóf störf hjá Dong (Orkuveitu Kaupmannahafnar). Síðar hjá verkfræðistofunni Rambol. Sérsvið Hlyns var verkefnastjórnun á sviði varmaorkuvirkja

Hlynur lætur eftir sig íslenska eiginkonu sem hann kynntist í Danmörku, Ingu Rós Júlíusdóttur. Saman áttu þau tvær stúlkur: Andreu Rán fædda 2012 og Freyju Seselíu fædda 2015. Fyrir átti Inga stúlku, Katrínu Eddu, sem Hlynur gekk í föðurstað. Í æviágripum Morgunblaðsins kemur fram að helstu áhugamál Hlyns hafi verið fjölskyldan og velferð hennar, auk stangveiði og ferðalög.

Ættingar minnast þess hve fjölskylda hans var honum mikilvæg. „Ég man að áður en þau kynntust sagði hann við mig, þá að nálgast þrítugt, að hann hefði ekkert á móti því að kynnast konu sem ætti börn fyrir. Man síðan alltaf hve stoltur hann var þegar hann sagði mér frá því að hafa kynnst Ingu. Hann var yfir sig ástfanginn og svo sannarlega tilbúinn að festa ráð sitt og verða fjölskyldufaðir. Fyrir átti Inga dótturina Katrínu og síðan eignuðust þau tvær dætur saman, þær Andreu og Freyju. Hlyni þótti afar vænt um þær allar þrjár og hugsaði vel um fjölskyldu sína,“ skrifar frænka hans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -