Þriðjudagur 10. september, 2024
7.2 C
Reykjavik

Uppsagnir hjá Icelandair

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Icelandair Group mun grípa til uppsagna fyrir mánaðarmót. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu.

Þar segir að félagið muni í þessum mánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Umfang aðgerðanna verður kynnt nánar fyrir mánaðamót.

Í tilkynningunni segir að mjög mikil óvissa ríkir varðandi flug og ferðaþjónustu næstu misserin. „Til að bregðast við áframhaldandi óvissu, búa stjórnendur Icelandair Group félagið undir órætt tímabil þar sem starfsemi þess verður í lágmarki en sem stendur eru einungis örfá flug í viku í áætlun félagsins.“

„Við þurfum að aðlaga starfsemi Icelandair Group þeim veruleika sem blasir við. Það er gríðarleg óvissa framundan og því miður eru uppsagnir starfsfólks óumflýjanlegar til að komast í gegnum þetta krefjandi tímabil. Við leggjum áherslu á að tryggja grunnstarfsemi félagsins til að geta komist hratt af stað aftur og vonumst auðvitað til að geta boðið stærstum hluta þeirra starfsmanna sem um ræðir vinnu aftur um leið og aðstæður batna. Einn af helstu styrkleikum félagsins er sveigjanleiki til að bregðast hratt við breytingum á markaði og við ætlum okkur að vera tilbúin til að sækja fram af miklum krafti þegar tækifærin gefast á ný,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -