Miðvikudagur 24. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Var nauðgað tvisvar: „Ég á mér alls kyns drauma sem enginn óþokki fær að taka af mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Friðrik Agni er í flottu viðtali Mannlífs. Hann ræðir á hispurslausan hátt um gleði og áföll og dregur ekkert undan:„Lífið er fullt af erfiðleikum, áskorunum og áföllum, það fer enginn í gegnum lífið áfallalaust.“

Friðrik segir að erfiðasta tímabilið sitt hafi verið á unglingsárunum.

„Ég þurfti að vinna mig í gegnum kynferðisofbeldi, tvisvar sinnum á fáeinum árum og afleiðingum þess. Ég get svarað því núna, þar sem ég hef opnað mig opinberlega í þættinum Geðslagið. En ég hef aldrei talað um það opinberlega og ekki fundið sérstaka „þörf“ fyrir það. Kannski hef ég ekki þorað því af ótta við að verða dæmdur. Það er greinilegt að skömmin er einhvern veginn kúrandi undir allri sjálfsvinnunni sem maður hefur unnið sig í gegnum, undanfarin 15 ár eða svo.“

Hann fór til sálfræðings og næringafræðings sem unglingur. Það hjálpaði honum mjög mikið en það var samt líka honum sjálfum að þakka, að hann ákvað að hann skyldi lifa en ekki gefast upp.

„Það er undir mér komið að standa við þá ákvörðun og vinna vinnuna. Það kannski sökkar að þurfa að leggja alla þessa vinnu á sig, en hei! Ég er á lífi þrátt fyrir að hafa lent í þessu og á mér alls kyns drauma sem enginn óþokki fær að taka af mér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -