Varar fólk við eftir mislukkaða fegrunaraðgerð

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Andlit breskrar konu að nafni Rachael Knappier afmyndaðist eftir að hún lét snyrtifræðing sprauta fyllingarefni í varir sínar í svokölluðu botox-partýi.

Bresk kona að nafni Rachael Knappier er afar ósátt við vinnubrögð snyrtifræðings sem tekur að sér að setja fyllingarefni í fólk. Varir Knappier urðu afmyndaðar eftir að hún lét sprauta fyllingarefni í þær í svokölluðu botox-partýi sem haldið var heima hjá vinkonu hennar.

Þessu er sagt frá á vef BBC. Þar kemur fram að Knappier hafa öskrað úr sársauka þegar efninu var sprautað í varirnar. Skömmu eftir að efninu var sprautað í varirnar byrjuðu þær að bólgna mikið. Daginn eftir höfðu þær margfaldast í stærð og Knappier fann fyrir miklum slappleika.

Knappier hafði þá samband við snyrtifræðinginn í gegnum FaceTime. Hún segir snyrtifræðinginn hafa tekið andköf þegar hún sá hversu bólgnar varirnar voru. „Hún sagði mér að kæla varirnar.“

- Auglýsing -

Knappier leitaði svo til læknis. Eftir að hafa gengist undir heilsufarsskoðun leysti hjúkrunarkona fyllingarefnið upp og 72 klukkustundum síðar voru varirnar orðnar eðlilegar aftur.

Knappier vill núna vara annað fólk við að kaupa þjónustu snyrtifræðinga sem sprauta fyllingarefni í andlit fólks. Hún bendir á að ekki sé skynsamlegt að kaupa slíka þjónustu af fólki sem er ekki menntað á sviði lýtalækninga. Hún segir að nú sé tími til kominn að herða regluverk um notkun fyllingarefna.

Á vef BBC má sjá myndir sem Knappier tók daginn eftir að fyllingarefninu var sprautað í varir hennar.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Jóhann segir þetta ljótustu birtingarmynd nauðgunarmenningar

Fyrrum blaðamaður Stundarinnar og núverandi starfsmaður Samfylkingarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, þykir það „vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar, þegar...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -