Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

VERÐKÖNNUN: Talsverður munur reyndist á verðskrá Kírópraktora – Allt að 283 prósent munur á verði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að þessu sinni skoðaði Mannlíf verðlag á meðferðum hjá kírópraktorum á Íslandi. Litið var til allra fyrsta skiptis sem viðskiptavinur kemur til meðferðar sem og endurkomu eftir það. Munur á verðskrá kírópraktora er töluverður, 48 til 283 prósent.

 

Að þessu sinni skoðaði Mannlíf verðlag á meðferðum hjá kírópraktorum á Íslandi. Litið var til allra fyrsta skiptis sem viðskiptavinur kemur til meðferðar sem og endurkomu eftir það. Munur á verðskrá kírópraktora er töluverður, 48 til 283 prósent.

 

Mannlíf athugaði verð hjá kírópraktorum að þessu sinni. Athugað var verð hjá 12 stöðvum sem bjóða upp á slíka þjónustu. Litið var til starfsstéttarinnar um allt land en ekki starfa margir slíkir úti á landsbyggðinni eftir þeim upplýsingum sem Mannlíf fékk. Listinn er þó alls ekki tæmandi því á hann getur vantað aðila sem veita þjónustuna. Upplýsingar um verð voru fengnar á netinu og með því að hringja þar sem það var ekki gefið upp á netsíðum.

Vert að hafa í huga

- Auglýsing -

Hafa ber í huga að aðstæður og tækjabúnaður getur verið misjafn á hverri stöð fyrir sig sem vissulega getur haft áhrif á verðið. Hjá sumum er röntgenmyndataka innifalin í verðinu og hjá öðrum ekki. Mikilvægt er að kynna sér kostnaðinn áður en pantaður er tími. Hjá sumum sem dæmi, borgar þú tímann á uppsettu verði sama hvort þörf sé á myndatöku eður ei. Það er metið í þeim tíma hvort þörf sé á slíkri myndatöku, hennar er alls ekki alltaf þörf var Mannlífi tjáð af sérfræðingi. Ekki var boðið upp á annað en eitt fast verð hjá öllum nema Kírópraktorstofu Tryggva Jónssonar svo það verður að skiljast sem svo að þetta sé fast verð sama hvað hrjáir viðkomandi og sama hvort þörf sé á röntgen eða ekki.

Verðlistar ekki fullnægjandi

Satt að segja vakti það furðu að verðlistar, þar sem þá var að finna segðu um nákvæmlega til um hvað fælist í verði fyrir fyrsta komutíma og þá að annað verð væri ekki í boði fyrir þá sem ekki þarfnast röntgenmyndatöku. Aðeins einn aðili, Tryggvi Jónsson var með algerlega sundurliðaðan verðlista þar sem hægt er að sjá verð á allri þjónustu sem hann býður upp á. Að sjá þess háttar verðlista verður að teljast til fyrirmyndar fyrir neytendur og mættu fleiri taka sér hann til fyrirmyndar.

- Auglýsing -

 

 Niðurstöður

Talsverður munur reyndist á verði á fyrsta komutíma eða 177 prósent, hæsta verð hjá Kírópraktorstöð Reykjavíkur og Kírópraktorstöðinni. Það lægsta reyndist vera  hjá Kírópraktorstofu Tryggva Jónssonar (Hér var miðað við hærra gjaldið sem gefið var upp 9000 krónur). Það var einnig munur á því hversu langur tími var gefinn bæði í fyrsta tíma og endurkomutíma allt frá 5 mínútum upp í 20 mínútur.

Ef við skoðum muninn á lægsta verðinu hjá Kíropraktorstofu Tryggva Jónssonar og hæsta verðinu sem reyndis vera hjá Kírópraktorstöð Reykjavíkur og Kírópraktorstöðinni er munurinn 283 prósent.

Munurinn á endurkomutíma reyndist vera 48 prósent. Hæsta verð var hjá tveimur stöðvum, Endurheimt Hrefna kírópraktor og hjá Endurhæfingu á Selfossi. Það lægsta var hjá Atla Frey Björnssyni á Neskaupsstað/Reyðarfirði.

 

Hér að neðan má sjá töflu með öllum upplýsingum

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -