Föstudagur 12. ágúst, 2022
11.8 C
Reykjavik

Vigdís um Hildi Lilliendahl: „Karlmenn hafa verið reknir frá hinu opinbera af miklu minna tilefni“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Karlmenn hafa verið reknir frá hinu opinbera af miklu minna tilefni/ummælum – ekki furða að Heimi og Kolbrúnu sé misboðið,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, á Facebook, vegna „ríða, drepa, giftast“ brandara Hildar Lilliendahl á Twitter.

Hildur deildi myndum af fyrrverandi ráðherrum sem lýst hafa sig andsnúna samþykkt þriðja orkupakkans undir fyrirsögnunum „ríða, drepa giftast?“. Grínið hefur vakið nokkur viðbrögð enda látið falla skömmu eftir að Hildur var sjálf afar gagnrýnin á ummæli skrifstofustjóra Alþingis, Helga Bernódussonar, í viðtali vegna starfsloka hans.

Ummælin sem fóru fyrir brjóstið á Hildi og fleirum eru: „Málþóf á ekkert skylt við málfrelsi, ekki frekar en nauðgun við kynfrelsi“. Hildur gagnrýndi Helga fyrir ummælin á Facebook. „Mig langar ekki að samfélaginu mínu sé stýrt af körlum sem hafa nægilega takmarkaðan skilning á reynsluheimi kvenna til þess að þeir finni sig í því að líkja nauðgunum við málþóf. Þetta er niðurlægjandi og ógeðslegt.“

Kolbrún ósátt við Hildi

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðakona á Fréttablaðinu, tileinkaði Hildi leiðara í blaðinu sem ber heitið „Dólgafemínismi“.

Þar skrifar hún um þá femínista sem hún telur skaða femíniskan málstaðinn í staðin fyrir að vinna honum gagn með því að setja sig strax í „árásarstellingar“. Hún kallar þessa femínista „dólgafemínistar“ og tekur Hildi Lilliendahl sem dæmi um einn slíkan. „Hildur Lilliendahl er ein af þeim dólgafemínistum sem stendur vaktina af mikilli samviskusemi. Orði einhver hlutina ekki nákvæmlega eins og henni líkar fær sá hinn sami yfirhalningu sem síðan er yfirfærð á hóp karlmanna sem eru afgreiddir eins og þeir séu fremur viðbjóðsleg fyrirbæri, sannir skaðvaldar í þessum heimi,“ skrifar Kolbrún meðal annars.

Kolbrún gerir athugasemd við viðbrögð Hildar vegna ummæla skrifstofustjóra Alþingis. „Hildur stóð vaktina af stakri samviskusemi og greip feginshendi orð sem Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, lét falla í ræða á sumarhátíðinni. Hann sagði að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi. Það er nokkuð til í því hjá honum. Hann bætti svo við að nauðgun ætti ekkert skylt við kynfrelsi. Nokkuð sem erfitt er að vera ósammála. Ekkert í þessum orðum hans var þess eðlis að ástæða væri til að ærast yfir þeim. Hildi tókst það samt, enda þaulvön að æsa sig af litlu tilefni og líður yfirleitt einkar vel í því hlutverki. Hún sagði Helga hafa líkt nauðgun við málþóf. Einhverjir urðu svo vitanlega til að taka undir með henni og hella sér yfir Helga. Helgi var þó alls ekki að líkja nauðgun við málþóf. Hann var að bera saman tvo hluti, málþóf og málfrelsi annars vegar og nauðgun og kynfrelsi hins vegar. “

- Auglýsing -

Um „ríða, drepa, giftast?“ skrifar Kolbrún. „Konum er þarna gefið val um hvað þær vilja gera við þá. Enginn þarf að efast um að ef karlmaður hefði birt myndir af þekktum konum með þessari sömu yfirskrift hefði hann kallað yfir sig almenna fordæmingu og verið stimplaður sem kvenhatari af verstu sort.“

Dagur spurður út í ummæli Hildar

Hildur var enn fremur til umræðu í þættinum Í Bítið á Bylgjunni. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, var til viðtals. Hann var spurður hvaða skoðun hann hefði á ummælum Hildar sem starfar sem verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg. „Ég ætla ekki að fara tjá mig um einstakar Facebook-færslur starfsmanna Reykjavíkurborgar. Ég hef ekki lesið þær,“ svaraði borgarstjóri.

- Auglýsing -

„Ef þetta hefði verið karlmaður sem hefði sett svona fram um kvenráðherra. Heldur þú að hann væri í starfi sínu í dag?“ spurði Heimir Karlsson, annar þáttastjórnandi þáttarins. Dagur vildi ekki svara efnislega. Aðspurður hvort honum þætti í lagi að setja fram ummæli sem þessi svaraði Dagur: „Þetta er væntanlega einhver misheppnaður brandari,“.

Ríða, drepa giftast vitnar til hugarleiks sem árum saman hefur notið vinsælda meðal ungra sem aldraðra. Þátttakendur geta verið frá tveimur og upp. Alla jafna skiptist fólk á að nefna þrjú nöfn og aðrir þátttakendur svara til um hverjum þau myndu ríða, hverjum giftast og hvern drepa.

Sjá einnig: Kolbrún lætur Hildi Lilliendahl heyra það

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -