Fimmtudagur 11. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Vill meiri fjölbreytni: „Mitt mat á þessum nýsamþykktu lögum er að þau muni bæta störf lögreglu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Komið er á daginn að með nýsamþykktum lögum fær lögreglan hér á landi auknar heimildir er snúa að upplýsingaöflun og greiningu þeirra.

Segir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur þetta auðvelda samstarf við lögreglu í öðrum löndum og auka þannig getu stjórnvalda til að sporna við skipulagðri glæpastarfsemi, en þetta kom fram á RÚV.

„Lögreglan mun hafa auknar heimildir til að safna og vinna með upplýsingar um borgarana og það kallar auðvitað á mikið, aukið, óháð eftirlit með lögreglunni.“ Það verði meðal annars gert með að því að fá gæðastjóra til starfa hjá Ríkislögreglustjóra; því til viðbótar mun standa til að efla nefnd um eftirlit með lögreglu. Í þeirri nefnd munu sitja 5 starfsmenn; lögfræðimenntaðir.

Lögreglan á vakt.

Segir Margrét það vonbrigði að ekki hafi verið valinn fjölbreyttari hópur í nefndina:

„Eins get ég ekki séð að þessi nefnd, sem verður mjög mikilvæg, að hún hafi í þessum lögum skýrt vald til að fylgja eftir athugasemdum eða kærum og það held ég að hefði verið mikil bót,“ segir Margrét og bætir við að lokum:

„Það var kominn tími á að breyta lögreglulögum og það er mitt mat á þessum nýsamþykktu lögum að þau muni koma til með að bæta störf lögreglu. Þessi lög eru framför frá fyrri frumvarpi og frumvörpum,“ segir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -