Mánudagur 15. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Willum vill hækka hámarksaldur: „Ættum í raun og veru að vera hækka hámarksaldur í 80 ár“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hefur nú lagt fram frumvarp um hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna í 75 ár.

Með þessu er markmiðið að mæta mönnunarvanda í opinberri heilbrigðisþjónustu vegna hækkandi meðalaldurs.

Kemur fram í frétt RÚV að frumvarpið hafi verið í vinnslu í ráðuneytinu í nokkurn tíma; voru frumvarpsdrögin kynnt í samráðsgátt stjórnvalda fyrir um ári síðan.

Heilbrigðisstarfsmenn sem vinna hjá ríkinu þurfa nú að láta af störfum er þeir ná 70 ára aldri; í frumvarpi Willums er hins vegar gert ráð fyrir að þeir starfsmenn sem óski eftir að vinna áfram og hafi til þessu heilsu fái aukið færi á sveigjanlegum starfslokum – allt til 75 ára aldurs.

Segir Willum markmið frumvarpsins að taka fastari tökum á mönnunarvandanaum í opinberri heilbrigðisþjónustu.

„Það er auðvitað í stjórnarsáttmála að gera þetta fyrir alla hópa, allar starfsstéttir. Hér er verið að hraða för til þess meðal annars að bregðast við þessari áskorun. En þó um leið erum við alveg meðvituð um það að það mun ekki leysa mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins en getur verið liður í því,“

- Auglýsing -

Willum vonar að Alþingi afgreiði frumvarpið í vor.

„Þegar þessi lög, 70 ára reglan, tóku gildi í lok fimmta áratugar síðustu aldar þá voru lífslíkur og meðal ævilengd tíu árum skemmri. Þannig að ef við værum að miða við sömu viðmið nú þá ættum við í raun og veru að vera hækka hámarksaldur í 80 ár,“ segir Willum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -