Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Björn Steinar meðal þekktustu hönnuða heims

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vöruhönnuðirnir Björn Steinar Blumenstein og Johanna Seelemann sýna Banana Story á Travel as a Tool í hinu virta finnska hönnunarsafni Design Museo í Helsinki. Á sýningunni er að finna verk eftir nokkra af fremstu hönnuðum heims.

„Þetta er mikill heiður, að fá tækifæri til að sýna samhliða sumum af færustu og þekktustu hönnuðum Norðurlandanna, eins og Arne Jacobsen, Alvar Aalto og Hans J. Wegner. Þessir menn voru mín fyrirmynd þegar ég byrjaði í hönnun á sínum tíma,“ segir Björn, spurður út í þátttöku hans og Johonnu Seelemann á samsýningunni Travel as a Tool.

Sýningin er haldin í hinu virta hönnunarsafni Design Museo í Helsinki og þemað er ferðalög norrænna hönnuða í víðum skilningi. „Verkefni okkar Johonnu, Banana Story, fellur mjög vel að þemanu þar sem það snýst um ferðalög hversdagslegra hluta, í þessu tilviki banana sem eru fluttir frá Ekvador til Íslands, en tilgangurinn með verkefninu er að varpa ljósi á og auka skilning okkar á þeim flóknu ferlum sem eiga sér stað við framleiðslu neysluvarnings,“ útskýrir Björn. „Vöruflutningar eru grundvallar undirstaða nútíma lifnaðarhátta og þarna erum við að sýna hvernig það flókna kerfi hefur breytt heimsmyndinni á örsvipstundu.“

Að sögn Björns hafa þau Johanna lengi verið áhugasöm um uppruna og sögu hluta, en hann segir að sá áhugi hafi fyrst kviknað fyrir alvöru með Cargo, sameiginlegu útskriftarverkefni þeirra úr vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. „Þar beindum við einmitt sjónum að því hvernig hið flókna ferli vöruflutninga á heimsvísu gerir nútíma lifnaðarhætti okkar í raun mögulega og því má segja að Banana Story sé sjálfstætt framhald af því.“

Banana Story snýst um ferðalög hversdagslegra hluta, í þessu tilviki banana sem eru fluttir frá Ekvador til Íslands, en tilgangurinn með verkefninu er að varpa ljósi á og auka skilning fólks á þeim flóknu ferlum sem eiga sér stað við framleiðslu neysluvarnings.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Banana Story kemur fyrir sjónir almennings. Síðast var verkefnið sýnt á Victoria and Albert Museum í London og vakti þá athygli, meðal annars fyrir það hvernig Johanna og Björn nálgast viðfangsefnið frá sjónarhóli blaðamennsku (design journalism), með viðtölum við matvælainnflytjendur og vöruflutningafyrirtæki, gagnasöfnun frá Hagstofunni og sambærilegum stofnunum erlendis og upplýsingum frá dreifingar- og framleiðslufyrirtækjum víða um heim. Og þetta er langt í frá síðasta sinn sem verkið verður til sýnis.

„Þetta er mikill heiður, að fá tækifæri til að sýna samhliða sumum af færustu og þekktustu hönnuðum Norðurlandanna.“

„Það stendur til að sýna það víðar um heim á næstunni,“ segir Björn, „og það er einhvern veginn þannig að það er alveg sama hversu oft verkið hefur verið sýnt, það er alltaf jafn spennandi. Og ótrúlega gaman að sjá hvernig það virðist breytast í mismunandi samhengi.“

- Auglýsing -

Þess má geta að Banana Story er ekki eina framlag Íslands til Travel as a Tool því á sýningunni er til sýnis verk eftir Brynjar Sigurðarson. Af öðrum hönnuðum má nefna Kaj Franck, Ramona Salo Myrseth og Arne Jacobsen. Sýningin stendur yfir til 7. mars á næsta ári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -