Sunnudagur 10. nóvember, 2024
6.1 C
Reykjavik

Fimm leiðir til að auka vellíðan heimavið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú þegar flestir dvelja heima við eru margir farnir að huga að því hvernig hægt er að breyta og bæta heimilið og gera það huggulegra en áður. Ekki er alltaf nauðsynlegt að fara í stórvægilegar breytingar en hér eru nokkur lítil atriði sem geta skipt sköpum.

 

Góður ilmur

Upplifun okkar á rýmum einskorðast ekki aðeins við hið sjónræna. Hljóð og lykt skiptir einnig miklu máli og eru minningar okkar margar hverjar tengdar lykt. Ilmkerti og ilmolíulampar með hreinum ilmkjarnaolíum geta bætt andlega heilsu og gert andrúmsloftið á heimilinu betra.

Góður ilmur gefur réttu stemninguna. Þessi fallegu ilmkerti frá Night Space fást í Stefánsbúð/p3.

Litríkur textíll

Litir eru vel til þess fallnir að lífga upp á tilveruna. Fallegir púðar og teppi í uppáhaldslitunum þínum geta sannarlega bætt andann. Efnisvalið skiptir hér öllu máli en náttúrleg efni geta gefið rýminu meiri dýpt og gert stemninguna enn betri.

Textíll úr náttúrulegum efnum gefur rýminu meiri dýpt.

Blóm og pottaplöntur

- Auglýsing -

Ef einhvern tímann er rétti tíminn til að kaupa blóm og pottaplöntur inn á heimilið þá er það núna. Að færa náttúruna inn á heimilið gefur góða raun en fjölda margar rannsóknir benda til þess að blóm og plöntur hafi róandi áhrif og bæti loftgæði. Prófaðu líka að setja afskorin blóm í lítinn vasa á náttborðið. Það er gott og hressandi að byrja daginn á að sjá falleg blóm og notalegt að enda hann á þeim nótum líka. Já, blóm geta svo sannarlega gert kraftaverk!

Blóm á náttborðið lífga svo sannarlega upp á tilveruna. Mynd/Hákon Davíð Björnsson

Röð og regla

Reyndu eftir fremsta megni að hafa heimilið í röð og reglu. Þegar aðrir álagsþættir vega þungt líkt og á tímum sem þessum skiptir gríðarlegu máli að skipulag heimilisins sé gott. Nýttu tímann til að grisja og gefðu frá þér hluti sem þú notar ekki lengur. Ofhlaðin rými geta skapað streitu og látið okkur líða eins og við höfum litla sem enga stjórn á hlutunum. Taktu líka til í skápum og skúffum og komdu skipulaginu í lag þar og umgengnin á heimilinu verður auðveldari. Síðast en ekki síst: Komdu þér upp góðri rútínu. Það skiptir máli að byrja daginn vel. Litlir hlutir eins og að búa alltaf um rúmið á morgnana setur tóninn fyrir daginn. Röð og regla gerir verkefni dagsins auðveldari að fást við.

- Auglýsing -
Að búa um rúmið er góður vani sem setur tóninn fyrir daginn.

Loftaðu út

Ein helsta ástæða mygluvanda er of lítil loftun. Líkleg skýring er að margir eru fjarri heimilum sínum stóran hluta dagsins við vinnu og í skóla og loka gluggum áður en farið er út af heimilinu. Nú þegar flestir eru heima er gott að nýta tækfærið og venja sig á að lofta vel út en nauðsynlegt er að hreyfing komist á loftið til að hindra óæskilega rakasöfnun. Í húsum þar sem er gólfhiti er sérlega mikilvægt að regluleg hreyfing sé á loftinu en einnig er gott fyrir andlega og líkamlega líðan að opna reglulega út og hleypa fersku lofti inn en staðið loft getur aukið slen.

Það er fátt eins mikilvægt og góð loftun á heimilinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -