2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Fuglar og fallegur arkitektúr

  Fuglasafn Sigurgeirs í Mývatnssveit hefur að geyma um 330 uppstoppaða fugla og um 500 egg og á safnið alla íslenska varpfugla að þórshana og haferni frátöldum. Mývatn er þekkt fyrir fjölbreytt fuglalíf og verpa nær allir íslenskir vatnafuglar við Mývatn og Laxá.

  Húsið er hannað af einum ástsælasta arkitekt Íslands, Manfreð Vilhjálmssyni, og var það opnað árið 2008. Forsalurinn er að mestu úr gleri og gefur einstakt útsýni yfir Mývatn.

  Safnið er tilvalinn áfangastaður fyrir alla þá sem hafa áhuga á íslensku fuglalífi og náttúru en einnig fyrir þá sem vilja skoða fallegan arkitektúr.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is