Miðvikudagur 17. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Gluggarnir eru síbreytileg málverk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við Þingvallavatn er sumarhúsaþyrping sem á sér langa sögu. Húsin eru fjölbreytt og bera þess merki að hafa vaxið með eigendum sínum og breyst í tímans rás, allt eftir þörfum íbúanna. Við kíktum í heimsókn í sumarhús við vatnið og hittum þar fyrir tvær hressar systur sem saman hafa innréttað húsið með góðum árangri en húsið er í eigu annarrar þeirra og eiginmanns hennar.

 

Eigendurnir heilluðust strax af aðalrýminu, stofunni sjálfri og þar sem afar gestkvæmt er hjá þeim og fannst þeim mikilvægt að eignast sumarhús með stórri stofu og var það útgangspunkturinn hjá þeim þegar þau hófu leitina að sumarhúsinu. Kamínan í stofunni þótti þeim einnig mikið aðdráttarafl.

Hjónin keyptu húsið í lok sumars árið 2015.

Húsið er dæmigert sumarhús fyrir þetta svæði að því leytinu til að byggingarhlutarnir eru misgamlir. Eldri byggingin hýsir svefnherbergið, forstofu og snyrtingu en stofan og eldhúsið er viðbygging sem byggð var árið 2002.

Hjónin keyptu húsið í lok sumars árið 2015 og hófust þá framkvæmdir sem stóðu yfir alla veturinn. Klæðningarnar að innan voru ýmist standandi panell eða lágréttur og ákváðu þau að taka hann af og setja upp nýjan til þess að rýmin myndu verða sterkari heild.

Kamínan í stofunni þótti setur skemmtilegan svip á rýmið.

Einnig settu þau upp vegg til þess að skilja að ganginn að baðherberginu svo það blasir ekki lengur við í stofunni. Með tilkomu veggsins myndaðist rými sem var tilvalið sem lítið sjónvarpsrými og eru þau þar með sjónvarp og svefnsófa.

„Húsbóndastóllinn er gjöf sem mamma gaf pabba þegar hann var þrítugur,“ segir önnur systirin.

Gömlu bygginguna þurftu þau að laga töluvert en lokað hafði verið fyrir glugga í öðru svefnherberginu sem þau ákváðu að opna fyrir aftur. Veggirnir voru einnig málaðir en höfðu verið ómeðhöndlaðir áður og það sama á við mig um alla glugga.

- Auglýsing -
Leðursófasettið er úr Pier og sófaborðið er gamalt sem systurnar gerðu upp.

Gamlir munir gefa persónulegt yfirbragð

Systurnar hafa hjálpast að við að innrétta húsið og segjast hafa átt margar gæðastundir þar saman. Hlutirnir koma úr ólíkum áttum og segist húsmóðirin hafa safnað þeim yfir heilt ár en sumt hafi líka komið frá búi foreldra þeirra sem gefur bústaðnum persónulegra yfirbragð. Bækurnar í skápnum í stofunni eru gamlar bækur frá foreldrunum.

Skápurinn er úr ILVA.

„Þegar við vorum að taka þetta í gegn þá flutti pabbi okkar og var að stokka upp sínar eigur. Margt af hlutunum hér inni eru hlutir sem mamma og pabbi áttu þegar þau voru yngri. Húsbóndastóllinn er til dæmis gjöf sem mamma gaf pabba þegar hann var þrítugur,“ segir önnur systirin.

- Auglýsing -

„Það var svo gaman fyrir okkur hinar systurnar þegar við vissum að hlutirnir myndu rata hingað því hér fáum við allar njóta þeirra,“ bætir hin systirin við.

Eldhúsinnréttingin er úr IKEA og hillurnar sérsmíðaðar úr borðlötum frá IKEA.

Hrærivélin í eldhúsinu, kökukeflið, bastkarfan og potturinn á eldavélinni eru hlutir sem minna systurnar mikið á móður þeirra enda var hún alltaf í eldhúsinu að þeirra sögn. Sykurkarið í eldhúsinu minnir þær líka á æskuna en þá tíðkaðist gjarnan á heimilum að hafa sykurkör á eldhúsborðinu.

Opnar hillurnar koma vel út í eldhúsinu.

Aðspurðar að því hvar þær sóttu innblástur áður en þær hófust handa svara þær að það hafi verið sumarhúsablað Húsa og híbýla þar sem sumarhús Rutar Káradóttur arkitekts var sýnt. Gaf það þeim margar góðar hugmyndir.

Eldhúsið tóku þær í gegn og settu upp nýjar innréttingar. Hillurnar eru borðplötur sem sagaðar voru til í réttar stærðir.

Borðstofuborðið er úr Pier og ljósin þar yfir eru frá ILVA.

„Mig langaði að hafa opnar hillur og kaupa fallegt leirtau og leyfa því að sjást í stað þess að hafa lokaða skápa,“ segir eigandinn og þurfti að setja stoðir á bak við veggklæðninguna til þess að halda hillunum uppi.

Þær nutu sín vel systurnar tvær einar í bústaðnum og að innrétta hann saman. Einnig tóku þær í gegn gestahús sem var á lóðinni þar sem svefnpláss er fyrir fjóra.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg
Svefnpláss fyrir fjóra.

„Okkur finnst æðislegt að koma hérna tvær einar og mála og stilla upp. Svo fórum við og keyptum allt inn saman,“ segir önnur þeirra og hefur þeim tekist sérstaklega vel til.

Fögur og síbreytileg listaverk

Áður höfðu eigendurnir átt sumarhús við Búrfell en heilluðust meira af náttúrunni við Þingvallavatn. Úr stofunni er útsýni út á vatnið og fjallgarðinn í kring. Gluggarnir eru því fögur listaverk sem eru síbreytileg eftir veðri og árstíðum. Systurnar sögðu einnig að það væri afar heillandi og njóta þær þess mjög að sitja og horfa út um gluggana.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg

Við kveðjum þessar skemmtilegu systur og þökkum fyrir skemmtilega stund með þeim.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -