Góð bók fyrir hönnunarnörda – Scandinavian design

Deila

- Auglýsing -

Scandinavian design er frábær bók fyrir þá sem hafa áhuga á hönnun.

 

Fátt er betra en að leggjast upp í sófa með góða bók og alls ekki allir lesa bara spennusögur eða skáldsögur. Sumir lesa alls konar handbækur og fróðleiksbækur og því bendum við hérna á eina slíka eftir Charlotte og Peter Fiell sem er afar skemmtileg aflestrar og vel skipulögð.

Bókin er yfir 700 blaðsíður og í henni er mikið af fallegum myndum. Í fyrsta hluta bókarinnar er fjallað um skandinavíska hönnun eftir löndum og þar kemur Ísland við sögu en svo koma ýmsir hönnuðir og þekkt vörumerki í stafrófsröð svo þægilegt er að flétta í bókinni og grípa niður þar sem áhugasvið hvers og eins liggur.

Við fundum bókina góðu í Nýlistasafninu í Helsinki en hún fæst einnig á Amazon.

Sýnishorn úr bókinni.

- Advertisement -

Athugasemdir