Föstudagur 29. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Poppaðu upp pallinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar sólargeislarnir hellast yfir garðinn og hugurinn færist út fyrir dyrnar þá dreymir fólk um rjóðar kinnar og kalda drykki á pallinum. Þetta er tíminn sem við borðum morgunmatinn utandyra og krakkarnir bjóða vinum heim í himnasæng til að fylgjast með skýjunum hreyfast. Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn, hér eru nokkrar sniðugar leiðir til að poppa upp pallinn.

Sniðugt er að festa hengirúm í skjólveggi en við Íslendingar búum ekki alltaf við þann lúxus að hafa nægilega stór og burðug tré í görðum okkar til að sinna þessu hlutverki. Þráinn Hauksson landslagsarkitekt á þennan flotta garð.
Flestir sem hafa gert leit að grilli sem skal líka fegra svalir eða garð vita að smart grill eru ekki á hverju strái. Þessi fegurð kallast Druida og er hönnun spænska fyrirtækisins Mermeladastudio. Ekki spillir munstrið sem grillast á steikina fyrir, mermeladaestudio.es.
Ef plana á veislu úti í garði þá vantar oftar en ekki sæti fyrir gestina. Og þar sem fólk liggur yfirleitt ekki með lager af stólum gætu svona trjádrumbar verið góð hugmynd. Takið eftir að efsti hlutinn er málaður í björtum litum og púðar eru settir á bekki til að fá kósí stemningu.
Fallegt er að hengja leiktækin í tré og auðvitað gleði og gaman sem fylgir þeim.
Gardenias er draumkennd og létt útihúsgagnalína eftir hinn einstaka hönnuð Jamie Hayon. Sjá má áhrif frá gamla tímanum og spænska stílnum en línan samanstendur af plómapottum, garðkönnu, hillum og stólum með eða án sólhlífar. Húsgögnin eru úr pólýhúðuðu áli og eru framleidd af BD Barcelona.
Hvílík unun að skella sér í sturtu undir berum himni, morgnarnir verða aldrei samir.
Pakkaðu ljótum blómapottum inn í sumarlegan pappír. Ef blómin eiga að standa úti þá má pakka þeim inn í vaxdúk en muna að setja gat á botninn til að hleypa vatninu út. Og ekki má gleyma að setja þarf pottinn fyrst í plastpoka áður en honum er pakkað inn.
Fátt setur jafnsterkan svip á garðinn eða pallinn og tjörn til að sulla og bulla í. Þessi hér er heimili nokkurra koia-fiska og er umkringd fagurformuðum palli.
Studio Weave á heiðurinn af þessum fallega fiskbeinamunstraða þakgarði ofan á London College of Fashion en ætlunin var að reyna að láta líta út fyrir að viðurinn væri ofinn saman. Skært, skemmtilegt og hentar samhenginu vel.
Hægt að útfæra eldhúsaðstöðu á marga vegu utandyra og er þetta ein hugmynd. Hér er búið að útbúa hálfgert rými með dökkum við og áföstum stálgrindum sem hægt er að hengja ýmislegt þarflegt á. Litríku stólarnir eru síðan punkturinn yfir i-ið, auk frísklegu blómanna.

Umsjón / Elva Hrund Ágústsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -