Laugardagur 26. október, 2024
3 C
Reykjavik

Anna bíður sig ekki fram til forseta – Stingur upp á fyrrverandi dómsmálaráðherra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir ætlar ekki að bjóða sig fram til forseta Íslands.

Eftir að Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti í áramótaávarpi sínu að hann hyggðist ekki bjóða sig fram í þriðja sinn nú í sumar, hafa misgáfuleg framboð litið dagsins ljós og enn fleiri verið nefndir sem mögulegir frambjóðendur. Anna Kristjánsdóttir sem heldur úti bráðskemmtilegri dagbók á Facebook um dvöl sína á Tenerife en þangað flutti hún fyrir nokkrum árum. Í nýjustu færslu sinni fann hún sig knúna til að tilkynna að hún ætlaði sér ekki að bjóða sig fram til Forseta, líkt og nokkrir stungu upp á við hana árið 2016.

Anna segist vona að þjóðin muni velja hæfan forseta í stað Guðna, sem muni sameina þjóðina en ekki sundra, „eins og ónefndur forveri Guðna Th. Jóhannessonar gerði með veru sinni í embætti forseta Íslands.“ Og hún er með hugmynd hver sú manneskja gæti verið. „Það er Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis.“ Segir Anna að Ragna myndi sóma sér vel sem forseti Íslands enda „flott stelpa“ sem er „með mikla hæfileika og hálærð í lögfræði.“ Bætti hún við að lokum: „Hún er sömuleiðis hógvær sem sæmir vel forseta Íslands.“

Færsluna í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -