Einar Bárðarson hefur litlar áhyggjur af kynfræðsluefni grunnskólanna, í ljósi niðurstöðu PISA-könnunarinnar.
Umboðsmaður Íslands, Einar Bárðarson er mikill húmoristi en á meðan margir bölsótast vegna slæmrar niðurstöðu PISA-könnunarinnar, sem sýnir að lesskilningur barna á Íslandi er í lamasessi, gerir hann lauflétt grín að öllu saman. Spyrðir hann saman heitustu umræðuefnum ársins, kynfræðslu í grunnskólum og PISA. Færsluna má lesa hér:
„Þið sem höfðuð áhyggjur af kynfræðsluefninu sem krakkarnir í grunnskólunum voru að fá í haust. HAFIÐ EKKI ÁHYGGJUR. Það var að koma í ljós að krakkarnir í grunnskólunum kunna ekki að lesa, þannig að þetta leystist af sjálfu sér. Gleðileg jól.“