Fimmtudagur 18. júlí, 2024
13.8 C
Reykjavik

Elísabet Jökuls var hætt komin við Gullfoss: „Ég veit ekki hvaða englar ýttu í rassinn á mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elísabet Jökulsdóttir, ljóðskáld og rithöfundur var eitt sitt hætt komin við Gullfoss en frá því segir hún í nýrri færslu á Facebook.

Elísabet er með orðheppnari og liprari pennum landsins en hún skrifaði skemmtilega færslu í dag á Facebook þar sem hún segir frá því er hún var hætt komin við Gullfoss og hvernig tvíburarnir hennar brugðust við þegar hún spurði þá hvað þeir hefðu gert ef hún hefði dottið í fossinn. Best er að láta Elísabetu segja söguna:

„já einu sinni var ég hætt komin í Gullfossi, síðan er mér ekki vel við Gullfoss, þetta var samt ekki Gullfossi að kenna nema það hafi verið honum að kenna að hann fossaði óendanlega kröftuglega fyrir neðan mig þarsem ég stóð á syllu í síðum kjól og tvíburarnir fyrir ofan sylluna.

Ég veit ekki hvaða englar ýttu í rassinn á mér svo ég komst upp.
Ég spurði tvíburana, hvað hefðuð þið gert hefði ég hrapað ofan í Gullfoss.
Við hefðum keyrt heim, sögðu þeir.
En ég var með bíllyklana, sagði ég.
Næst þegar þú klifrar ofaní Gullfoss mamma, skildu þá lyklana eftir hjá okkur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -