Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Leikkonan Kirstie Alley lést í nótt: „Ég hef þetta að segja; ég elskaði hana“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríska leikkonan Kirstie Alley lést í nótt eftir snarpa baráttu við krabbamein. Hún var 71 árs að aldri og lést í faðmi fjölsyldu sinnar en það voru börn hennar sem sögðu frá andlátinu á Twitter í nótt.

Kirstie Alley fæddist 12. janúar 1951 í Kansas og sló rækilega í gegn í hlutverki Rebeccu Howe í gamanþáttaröðinni Staupasteini eða Cheers á árunum 1987 til 1993. Fyrir hlutverið hlaut hún bæði Emmy og Grammy verðlaun. Þar að auki var hún tilnefnd fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Veronica’s Closet og frægð fyrir að leika í Look Who’s Talking kvikmyndunum.

Það voru börn Alley sem tilkynntu um andlát móður sinnar á samfélagsmiðlum. Þar segir að krabbameinið hafi aðeins uppgötvast nýlega.

Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um andlát Alley eru Ted Danson, sem lék með henni í Cheers, John Travolta, sem lék á móti Alley í Look Who’s Talking og Kelsey Grammer, sem lék geðlækninn Frasier Crane í Cheers. Sá síðastnefndi segir Alley hafa haft hjarta úr gulli.„Mér hefur alltaf fundist sorg vegna opinberrar persónu vera einkamál en ég hef þetta að segja; ég elskaði hana.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -