Þriðjudagur 16. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Lindsey Buckingham vill koma aftur í Fleetwood Mac: „Höfum gengið í gegnum mikla erfiðleika“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lindsey Buckingham myndi ganga aftur í Fleetwood Mac á stundinni ef það væri í boði.

Lindsey Buckingham var rekinn úr hinni goðsagnakenndu hljómsveit Fleetwood Mac árið 2018 og vonbrigði leyna sér ekki er hann hugsar til baka. Í stað Lindsey fékk hljómsveitin 2 gítarleikara, þá Neil Finn úr Crowded House og Mike Campbell úr hljómsveit Tom Petty The Heartbreakers. Eftir rifrildi Stevie Nicks og Lindsey Buckingham gaf Nicks hljómsveitinni val; annaðhvort yrði Lindsey Buckingham rekinn eða hún myndi hætta, þar sem hún myndi aldrei framar standa á sviði með honum. Þess má geta að Lindsey og Stevie voru par í 11 ár en hættu saman við upptökurnar á plötunni Rumours 1977.

Fleedwood Mac á Grammyverðlaununum

Lindsey stefndi hljómsveitinni og fór fram á 12 til 14 milljónir dollara en lokum var komist á samkomulag þannig að ekki þurfti hljómsveitin að mæta í réttarsal, þó svo Mick Fleetwood hafi sagt í viðtali að hann hlakkaði til að hitta Lindsey í dómsalnum. Stuttu síðar fékk Lindsey Buckingham hjartaáfall og var skorinn upp.

Í nýlegu viðtali við Conan O’Brien á útvarpsveitunni Sirusxm talaði Buckingham um brottreksturinn úr Fleetwood Mac af einlægni án þess að kenna Stevie eða öðrum meðlimum sveitarinnar um. Hann sagði að hann myndi ganga aftur í hljómsveitina á stundinni ef það væri í boði ef það kemur eitthvað meira frá Fleetwood Mac, og ef hægt væri að laga ósættið milli vissra meðlima, þá væri vel við hæfi að enda þetta á réttum nótum. Það sem gerðist var ekkert annað en veikleiki innan hljómsveitarinnar, sagði Buckingham við O’Brien en nokkrir meðlimir innan sveitarinnar hafi ekki verið sáttir við þetta en gátu ekki gert annað.

Christine Mcvie sagði í viðtali eftir brottreksturinn að hún saknaði Lindsey og vonaðist til þess að hann ætti eftir að koma aftur, en ári áður sendu þau tvö frá sér plötuna Lindsey Buckingham og Christine Mcvie. „Í 45 ár höfum við gengið í gegnum mikla erfiðleika en alltaf komist í gegnum þá og notað þá í sköpun sem að hefur alltaf leitt eitthvað gott af sér að lokum,“ sagði Lindsey Buckingham í viðtalinu.

Buckingham og McVie

Framtíð Fleetwood Mac er óskýr sökum fráfalls Christine Mcvie, söngkonu, hljómborðsleikara og lagahöfunds hljómsveitarinnar, sem lést snögglega fyrir ári síðan en hún hafði verið meðlimur síðan 1971.

Það er við hæfi að enda þetta á Lindsey Buckingham einum með gítarinn að taka smellinn Big Love af endurkomu tónleikunum 1997 sem sem gefnir voru út sem The Dance skömmu
síðar.

https://youtu.be/mZZp76M4NGc?feature=shared

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -