Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Lisa Marie opnar sig um sjálfsvíg sonar síns: „Kenni sjálfri mér um á hverjum einasta degi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lisa Marie Presley, dóttir hins eina sanna konungs rokksins, Elvis, hefur nú opnað sig vegna sjálfsvígs sonar hennar, Benjamin Keough. Gerir hún það í ritgerð til heiðurs Alþjóðlega sorgardagsins.

Lisa Marie missti einkason sinn, Benjamin, fyrir tveimur árum en hann féll fyrir eigin hendi aðeins 27 ára að aldri. Hefur hún nú skrifað einhverskonar ritgerð sem birtist í People tilefni Alþjóðlega sorgardagsins, í von um að hjálpa öðrum sem gengið hafa í gegnum sömu reynslu. ET Online segir frá þessu.

„Ég skil að fólk gæti vilja forðast þig þegar slíkur harmleikur hefur átt sér stað. Sérstaklega ef þú ert foreldri sem var að missa barnið þitt því það er sannarlega þín versta martröð,“ skrifaði hún í ritgerðinni. „Ég man eftir nokkrum skiptum í mínu lífi þar sem ég þekki foreldra sem misstu barnið sitt og þó að ég gat verið til staðar þegar það gerðist, forðaðist ég þau eftir á og hafði aldrei fyrir því að athuga með þau því þau urðu bókstaflega fulltrúar minns stærsta ótta. Ég dæmdi þau einnig svolítið og lofaði sjálfri mér að gera aldrei það sem mér fannst þau hafa gert rangt í uppeldinu eða ákvarðanatökum í sambandi við barnið þeirra.“

Lisa Marie og sonur hennar Benjamin
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Lisa Marie segir einnig að hún hafi kynnst „meiri sorg en þætti eðlilegt“ um ævina, en það hafi byrjað þegar hún missti föður sinn, Elvis Presley þegar hún var einungis níu ára gömul. Þá sagði hún um son sinn: „Fallegi, fallegi sonur minn var svo líkur afa sínum á svo marga vegu að hann hræddi mig.“

Þá brýnir hún fyrir lesendur að sorg hverfi ekki með tímanum og kallar þessa reynslu „einmanalega“ því vel meinandi vinir og fjölskyldumeðlimir hverfa oft smá saman mánuðina eftir harmleikinn. Segist hún ekki aðeins sækja fundi með stuðningshópum þeirra með svipaða reynslu, heldur heldur hún slíka fundi heima hjá sér líka.

„Ég berst nú þegar við og lem á sjálfri mér stanslaust og krónískt og kenni sjálfri mér um á hverjum einasta degi og það eitt er nógu erfitt að lifa með en það sem er eiginlega enn grimmara er að vera dæmd af öðrum sem kenna þér líka um, jafnvel leynilega eða á bak við þig, ofan á allt annað.“

- Auglýsing -

Lisa Marie gefur svo þeim sem hafa ekki upplifað sömu sorg en vilja sýna stuðning í verki fyrir þá sem hafa upplifað slíkt, nokkur ráð.

„Spurðu þau hvernig þau hafi það, biddu þau að tala um persónu þeirra, já! Við VILJUM tala um þau. Þannig höldum við þeim á lífi í hjörtum okkar, þannig gleymast þau ekki, þannig höldum við okkur á lífi líka,“ segir hún og heldur áfram. „Og gerðu mér greiða, ekki segja þeim að þú „getir ekki ímyndað þér sársauka þeirra“. Sannleikurinn er sá að jú, þú getur það, þú bara vilt það ekki.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -