Fimmtudagur 23. júní, 2022
6.8 C
Reykjavik

Pete Davidson bregst við hótunum Kanye West – Órólegur yfir risastórum aðdáendahópi hans

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Pete Davidson, kærasti Kim Kardashian, bregst við hótunum Kanye West, fyrrverandi eiginmanns Kim.

„Pete hefur engar áhyggjur af Kanye en hann er órólegur yfir risastórum aðdáendahópi hans sem hlusta á lögin og gætu vel athafað sig út frá textanum. Þess vegna hefur hann ráðið öryggisgæslu,“ segir heimildarmaður í samtali við Radar Online. Í nýju lagi Kanye segir: „Guð bjargaði mér úr þessum árekstri svo ég gæti lamið Pete Davidson.“

Pete hefur aldrei verið með lífverði eða annarskonar öryggisgæslu, ekki einu sinni þegar hann var trúlofaður hinni heimsfrægu Ariana Grande en mikill stigsmunur er á því sambandi og sambandinu við Kim. Allur draminn sem fylgir Kim og barnsföður hennar, Kanye, gefur Pete meiri athygli en hann hefur nokkurn tímann þurft að eiga við.

Kanye sakaði Kim um að halda honum frá afmælisveislu dóttur þeirra, Chicago, en á laugardaginn birti hann myndband þar sem hann hélt því fram að Kim hafi neitað að gefa honum upplýsingar um staðsetningu veislunnar og að hann hafi neyðst til að nálgast þær í gegnum aðra fjölskyldumeðlimi.

„Pete hefur gaman af dramanu, honum finnst þetta fyndið. Hann elskar þetta.“

Pete og Kim eru sögð hamingjusöm saman, Pete dregur fram það besta í Kim.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -