Mánudagur 29. apríl, 2024
8.7 C
Reykjavik

Sömdu leikrit undir sprengjuregni Rússa: „Sársaukinn er stöðugur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Úkraínskur leikhópur sýnir afar sterkt leikrit á Fringe Festival listahátíðinni sem nú stendur yfir í Reykjavík. Leikritið varð til undir sprengjuregni Rússlandshers.

Kringumstæður leikhópsins breyttust á einu augabragði þegar Rússlandsher hóf innrás í Úkraínu en skyndilega breyttist leikhús þeirra í loftvarnarbyrgi en þar varð leikritið The Book of Sirens til.

Mannlíf ræddi við eina úr leikhópnum, hana Anabell Sotelo Ramires.

Anabell
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

– Hvað kom til að leikritið að veruleika?

„Leikritið Sírenubókin (e. The Book of Sirens) varð til í mars 2022 á meðan leikhúsið okkar sem er staðsett í kjallara breyttist í loftvarnarbyrgi fyrir leikhópinn okkar og nágrannana. Við dvöldum þar í 45 daga í mars og sinntum ýmsum sjálfboðastörfum að degi til og unnum að leikritinu á næturnar.

Úr leikritinu
Ljósmynd: Aðsend

Við byrjuðum að semja þetta verk í lok annarrar viku og ég held að aðal ástæðan fyrir því hafi verið þörf okkar til að endurheimta sjálfsvirðingu okkar og ná okkur í auka kraft, með þeim aðferðum sem við kunnum. Með því að gera það sem við gerum vel. Það var okkar leið til að melta veruleikann, atburðina sem voru að gerast. Og eru gerast enn. Að fjarlægjast þá og líta á hlutina frá öðru sjónarhorni. Það hjálpaði okkur að standa óbugandi frammi fyrir óttanum.“

- Auglýsing -

Anabell hélt áfram:

„Við vorum ekki viss þá hvort leikritið myndi einhvern tímann verið frumflutt en þegar það gerðist að lokum gerðum við okkur grein fyrir því hversu mikilvægt leikritið var. Það var bæði skjalfesting og vitnisburður um mátt listarinnar til að byggja brýr og vísa leiðina til alsherjar samkenndar. Ég segi alsherjar því í sýningunni minnumst við ekkert á stríðið sem Rússland hóf gegn Úkraínu. Við tölum um seinni heimsstyrjöldina og hinar mjög svo kaldhæðnu og sorglegu hliðstæður sem við tókum eftir á fyrstu vikum innrásarinnar í hegðun beggja ríkjanna í þessum tveimur stríðum.“

Hluti leikhópsins
Ljósmynd: Aðsend

En um hvað er leikritið nákvæmlega?

- Auglýsing -

„Ég tala um samkennd því leikritið segir sögu lítillar stelpu sem lifir af vegna þess að hún lærir að lesa. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að segja persónulega sögu sem andstæðu við kaldranalegar tölur sem birtast í blöðum. Við viljum gefa þessum tölum andlit og endurheimta nöfn þeirra sem er verið að fela bak við heitið fórnarlömb.“

Leikhópurinn hefur sýnt leikritið í nokkrum löndum og verið tekið afar vel. Þau munu meira  að segja sýna leikritið í Úkraínu.

Við höfum flutt leikritið í litlum bæjum á Spáni og í Þýskalandi og tókum þátt í Fringe listahátíðinni í Prag. Við munum flytja leikritið einu sinni eftir tvo til þrjá mánuði í Úkraínu.“

En hvernig er að stíga á svið og leika leikrit sem fjallar óbeint um eitthvað sem enn er í gangi í heimalandinu?

„Það er frekar súrrealísk reynsla vegna allra hörmungar- og grimmdarverka sem eru framin á degi hverjum. Og verst af öllu er það að þessu öllu er ekki nærri því lokið. Sársaukinn er stöðugur. Þegar ég stíg á sviðið er það samt ekki markmið mitt sem leikari að endurupplifa þjáningarnar mínar og ég erum ekki heldur að sækjast eftir andlegri lækningu með því að láta heyra í mér og vera heyrð. Leikritið er miklu meira en það. Og þess vegna er það mjög ábyrgt fyrir mig að halda jafnvægi á milli þess sem truflar mig í raun og veru og þess sem er skáldskapur til að gera leikritið að listformi en ekki yfirlýsingu um skap mitt. Samt frekar súrrealískt.

Leikritið verður sýnt klukkan 12 að hádegi í Mengi á morgun, laugardag. Hægt er að panta miða hér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -