Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
6.6 C
Reykjavik

Bréf til mín

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðast en ekki síst

Höfundur / Óttar M. Norðfjörð

Kæri 19 ára Óttar. Hæ. Þetta ert þú eftir 20 ár. Ég er að skrifa þér til að segja þér svolítið mikilvægt. Þú átt 16 mánaða gamlan son. Klikkað, ekki satt? Að eignast barn er smá eins og að uppgötva leynidyr á heiminum, allt breytist en helst þó eins. Æ, þú skilur þetta þegar þú verður eldri.

En nóg um það. Ég gæti skrifað heila bók um allt sem þú hefur lært síðasta árið, en í þessu stutta bréfi gefst mér einungis færi á að benda á eitt, lítið atriði. Hvernig þú getur hjálpað öðrum foreldrum þar til þú eignast þitt eigið barn.

Byrjum á undirstöðuatriði. Þetta er kannski eitthvað sem þú veist, ég man ekki alveg hvað 19 ára ég hugsaði, en næst þegar þú gengur framhjá foreldri með sofandi barn í barnavagni, ekki hafa hátt. Þetta virkar augljóst, en ég hef komist að því að fólk hikar ekki við að öskra í símann sinn eða hrosshlæja þegar það gengur framhjá sofandi barni.

Annað. Ef þú sérð foreldri sem þarf á hjálp að halda með barnavagninn sinn, til dæmis að komast upp tröppur, stígðu fram. Við mannfólkið erum víst hjarðdýr og ef allir ganga framhjá hjálpar enginn. Þau sem hafa boðið fram hjálp sína síðasta árið hafa endurvakið trú mína á fólki eftir öll þau sem gerðu það ekki.

Og plís, þegar þú sérð foreldra í flugvél með öskrandi barn og bölvar þeim, lokaðu þá á þér túllanum. Þetta er ekki þeim að kenna. Strákurinn okkar flaug átta sinnum vandræðalaust, en ákvað í sínu níunda flugi að gráta í klukkutíma. Ef þú vilt gera gagn, ekki dæma og brostu bara til greyið fólksins.

- Auglýsing -

Jæja, þá er plássið víst búið. Njóttu þess að vera ungur og barnlaus.

Með kærri kveðju,

39 ára þú.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -